Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 75
73 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Næringarástand eldra fólks í sjálfstæðri búsetu á Akureyri og nágrenni -Lýsandi þversniðs- rannsókn INNGANGUR Langlífi er ekki ávísun á heilbrigði en heilbrigð öldrun hefur verið skilgreind sem „ferli þróunar og viðhalds á getu til virkni sem gerir öldruðum kleift að njóta efri áranna.“ Viðhald góðrar heilsu á seinni hluta lífsleiðarinnar er stór lýðheilsuáskorun og hafa rannsóknir á sviði öldrunar beinst að því að framlengja þann tíma sem fólk nýtur heilbrigðis á lengdum lífstíma (WHO, 2022). Næring og hreyfing eru lykilþættir í forvörnum og eru talin vera undirstaða þess að eldra fólk geti búið lengur í sjálfstæðri búsetu (Mathewson o.fl., 2021). Með hækkandi aldri eiga ýmsar breytingar sér stað sem hafa áhrif á starfsemi líkamans og efnaskipti, til að mynda minnkar orkuþörfin með aldrinum lítillega sem er aðallega tilkomin vegna vöðvarýrnunar og minni hreyfingar en á sama tíma eykst þörfin fyrir prótín og ákveðin vítamín og steinefni (Mathewson o.fl., 2021). Orku- og næringarþörf eldra fólks er oft ekki mætt með fullnægjandi fæðuinntekt (Blondal, o.fl., 2022a; 2022b), sem getur leitt til vannæringar. Vannæring meðal eldra fólks Vannæring er ekki óhjákvæmileg afleiðing öldrunar en líkurnar aukast með hækkandi aldri því breytingar á lífsstíl, sjúkdómsástandi og félagslegu umhverfi geta haft bein áhrif á matarhegðun og þar með næringarástand eldra fólks (Norman o.fl., 2021). Vannæring er ástand þegar skortur er á inntöku og/eða upptöku næringarefna sem leiðir til breyttrar líkamssamsetningar. Vannæring vegna ónógrar inntöku á orku og/eða prótíni eða getu til að frásoga eða melta orku og/eða prótein kallast prótín-orkuvannæring (e. protein energy malnutrition (PEM)) (Mathewson o.fl., 2021). Undirliggjandi ástæður vannæringar meðal eldra fólks eru margþættar, sumar þeirra eru afleiðingar öldrunarferlisins, aðrar ástæður eru af líffræðilegum toga eins og t.d. erfiðleikar við að kyngja eða tyggja (Scholes, 2022). Breytingar á meltingu, s.s. sjúkdómar sem valda skertu frásogi næringarefna eða seinkaðri magatæmingu eftir stórar máltíðir, geta valdið því að aldraðir leita mögulega frekar í fljótandi fæði og smærri máltíðir. Framleiðsla sedduhormóna eykst einnig með aldrinum sem stuðlar að minni hungurtilfinningu ásamt því að breytt bragð- og lyktarskyn getur haft áhrif á fæðuinntekt (Scholes, 2022). Eldra fólk glímir auk þess gjarnan við fjölþættan heilsufarsvanda sem getur leitt til fjöllyfjameðferðar (Kok o.fl., 2021; Scholes, 2022) en fylgikvillar lyfjanotkunar geta verið margir eins og niðurgangur, hægðatregða, magaverkir, ógleði, þorsti, munnþurrkur og minnkuð matarlyst. Aðrar ástæður geta verið skortur á félagslegum stuðningi eða aðstoð við matseld og mötun, en einnig léleg fjárhagsleg staða og aðgengi að næringarríkum mat (Scholes, 2022). Vannæring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu (Mathewson o.fl., 2021; Volkert o.fl., 2019) og getur leitt til þess að andlegri líðan og almennri heilsu hrakar ásamt því að félagsleg þátttaka verður minni (Norman o.fl., 2021; O´Connell o.fl., 2021). Vannæring ásamt skertri Höfundar SANDRA ÁSGRÍMSDÓTTIR Sjúkrahúsið á Akureyri ÁRÚN KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Hjúkrunarfræðideild, Háskólinn á Akureyri Mennta- og vísindadeild, Sjúkrahúsið á Akureyri BERGLIND SOFFÍA BLÖNDAL Heilsuvernd LAUFEY HRÓLFSDÓTTIR Mennta- og vísindadeild, Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisvísindastofnun, Háskólinn á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.