Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 46
44 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Mér fannst ég verða aftur ég sjálf: Reynsla kvenna af notkun hormónauppbótarmeðferðar á breytingaskeiði kom fram að þær fundu fyrir breytingum á líkamlegri og andlegri líðan. Einnig fundu þær minni kynlöngun og sögðu að stuðningur maka skipti miklu máli fyrir þær meðan þær gengu í gegnum breytingaskeið. Þau bjargráð sem þær nýttu sér til að takast á við breytingaskeiðið var aukin hreyfing, hollara mataræði ásamt náttúru- eða hormónalyfjum. Niðurstöður í rannsókninni sýndu einnig að þær töldu að fræðslu væri ábótavant bæði til heilbrigðisstarfsmanna og til kvenna sjálfra. Konur eru oft illa undirbúnar undir breytingaskeiðið og kom það fram í rann- sókn Steinunnar Kristbjargar Zophoníasdóttur (2020). Upplifun kvenna í rannsókn hennar var einnig svefnleysi, skortur á kynlöngun og þurrkur í leggöngum sem skerti lífsgæði þeirra. Snemmkomið breytingaskeið hefur lítið verið til umfjöllunar hér á landi og í rannsókn Sólrúnar Ólínu Sigurðardóttur (2018) kom fram að erfitt var fyrir konur að ganga í gegnum snemmkomið breytingaskeið og hefðu þær viljað fá meiri hlustun og skilning meðal fagfólks. Ekki eru til nýlegar rannsóknir um reynslu kvenna af hormónauppbótarmeðferð og sýndi rannsókn Herdísar Sveinsdóttur (2005) að konur höfðu jákvætt viðhorf til hormóna á breytingaskeiði og þær sem fengu upplýsingar frá læknum voru jákvæðari en þær sem fengu upplýsingar frá vinum og ættingjum. Jákvæð viðhorf til hormóna tengdust auknum aldri, tíma frá síðustu tíðablæðingum og núverandi notkun á hormónauppbótarmeðferð. Í dag er hormónauppbótarmeðferð í tengslum við breytinga- skeið árangursríkasti meðferðarmöguleikinn til meðhöndlunar við líkamlegri og andlegri vanlíðan (Flores o.fl., 51 2021; Lambrinoudaki o.fl., 2022). Þegar velja á hormónauppbótar- meðferð við einkennum breytingaskeiðs þá er mikilvægt að skoða ýmsa þætti, til dæmis aldur, hvenær tíðahvörf hófust og tegund hormónauppbótarmeðferðar, skammta og lyfjaform. Hormónauppbótarmeðferð er talin vera örugg og árangursrík meðferð gagnvart einkennum breytingaskeiðs hjá heilbrigðum konum sem eru yngri en 60 ára eða styttra en tíu ár liðin frá greiningu tíðahvarfa. Rannsóknir benda til að hormónauppbótarmeðferð hafi jákvæð áhrif á beinþéttni, hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki tegund 2 (Flores o.fl., 2021). Vaccaro og félagar (2021) framkvæmdu rannsókn sem fjallaði um hvernig ítalskar konur upplifðu breytingaskeiðið og kom þar fram að 51,9% þátttakenda þekktu hormónauppbótarmeðferð og jókst þekking hjá þátt- takendum sem voru með lengri skólagöngu og með auknum aldri. Meðal þeirra kvenna sem voru komnar í eftirtíðahvörf sögðust 7,6% nota hormónauppbótarmeðferð en 6,5% sögðust nota smáskammtalyf og/eða plöntuhormón. Af þeim sem voru á meðferð þá var meirihlutinn á náttúrulyfjum. Meirihluti kvenna (um 70%) greindi frá líkamlegum og andlegum ávinningi við einhvers konar meðferð á breytingaskeiði en 68% töldu hins vegar ekki nauðsynlegt að nota lyf því þeirra skoðun var að tíðahvörf væru lífeðlisfræðilegt ástand. Kynhormón kvenna eru estrógen, prógesterón og testósterón og á breytingaskeiði minnkar framleiðsla þessara hormóna (La Rosa o.fl., 2019). Skortur á estrógeni hjá konum getur valdið náms- og minnisskerðingu, svefn- og geðröskunum, hitakófum og aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum (Moran o.fl., 2021). Meta þarf hættu á krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og blóðtappa áður en hormónauppbótarmeðferð er hafin (Gosset o.fl., 2021). Estrógen um húð er talið vera öruggasta lyfjaformið í hormónauppbótarmeðferð á breytingaskeiði með engri hættu á blóðtappamyndun (Donohoe o.fl., 2022; LaVasseur o.fl., 2022). Því ætti hormónauppbótarmeðferð um húð með estrógeni að vera æskileg fyrir konur eftir tíðahvörf sem eru með áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eða sem lifa með offitu. Til að meðhöndla vandamál í kyn- og þvagfærum kvenna eftir tíðahvörf, eins og þurrk í leggöngum og tíðar þvagfærasýkingar, hafa rannsóknir sýnt að estrógen sem gefið er staðbundið í leggöng sé áhrifaríkasta meðferðin (Flores o.fl., 2021). Flestar hormónauppbótarmeðferðir á breytingaskeiði fela í sér estrógen og prógesterón. Þær konur sem hafa farið í legnám geta verið eingöngu á estrógeni. Prógesterón meðferð er aðallega notuð hjá konum sem eru á estrógeni til að draga úr hættu á legslímukrabbameini því estrógen meðferð þykkir legslímhúðina (LaVasseur o.fl., 2022; Mehta o.fl., 2021). Ef þörf er á prógesterón þá eru rannsóknir sem benda til að míkrómalað prógesterón valdi minni aukaverkunum þegar kemur að hættu á bláæðablóðtappa en eldri gerðir prógesteróns (Donohoe o.fl., 2022). Prógesterón getur haft róandi áhrif og bætir svefn (Mehta o.fl., 2021; Minkin, 2019). Konur hafa notað testósterón í yfir 80 ár til meðhöndlunar á breytingaskeiði og eftir tíðahvörfin (Donovitz, 2022). Hjá konum er lífeðlisfræðilegri virkni testósteróns talin fela í sér stjórnun á kynhvöt og kynferðislegri örvun (Glaser, 2011). Til skamms tíma er meðferð með testósteróni almennt vel þolanleg (Jayasena o.fl., 2019). Vísbendingar gefa til kynna að testósterón geti verið verndandi þáttur gegn brjóstakrabbameini og beinþéttni konunnar (Donovitz, 2022). Í rannsókn Glaser o.fl. (2019) kom fram eftir að konum hafði verið fylgt eftir í tíu ár að meðferð með testósteróni tengdist 39% lægri tíðni brjóstakrabbameins en spáð var af Surveillance Epidemiologic End Result sem er stofnun sem heldur utan um fjölda tilfella af krabbameini í Bandaríkjunum (Healthy People 2030, ed). Tilviljanakenndar samanburðarrannsóknir sem bera saman testósterón meðferð hjá konum við lyfleysu hafa ekki sýnt fram á marktækan mun á tilviki tíðni fyrir hvers kyns afleiðingar hjarta- og æðasjúkdóma, þar með talið bláæðablóðtappa (Jayasena o.fl., 2019). Aukinn áhugi er á hlutverki testósteróns meðferðar á kyndeyfð kvenna eftir tíðahvörf. Í samanburðarrannsókn Islam og félaga (2019) kom í ljós marktækur munur á notkun testósteróns varðandi fjölda ánægjustunda í kynlífi, á kynlöngun, kynörvun, fullnægingu, ánægju og bætta sjálfsmynd þegar borið var saman við töku lyfleysu. Bandaríska matvælalyfjaeftirlitið FDA hefur ekki samþykkt að nota testósterón vegna minnkaðrar kynlöngunar hjá konum þó að rannsóknir hafi sýnt fram á jákvæð áhrif (Uloko o.fl, 2022). En þess ber að geta að verulegur skortur er á langtímarannsóknum sem meta áhrif hormónauppbótarmeðferðar á heilsu og líðan kvenna í heiminum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á reynslu kvenna af notkun hormónauppbótarmeðferðar á breytingaskeiði. Í rannsókn Dotlic og félaga (2020) kom fram að konur sem höfðu nýtt sér hormónauppbótarmeðferð í 44 mánuði fundu fyrir betri lífsgæðum, bæði líkamlegum og andlegum. Einnig sýndi rannsókn Wium-Andersen og félaga (2022) fram á ef hormónauppbótarmeðferð var hafin fyrir 50 ára aldur var tvöfalt meiri hætta á greiningu þunglyndis en líkurnar minnkuðu ef hormónauppbótarmeðferð var hafin eftir 54 ára aldur. Staðbundin hormónauppbótarmeðferð tengdist ekki aukinni áhættu á þunglyndi óháð aldri. Markmið þessarar rannsóknar var að afla aukinnar þekkingar á reynslu kvenna af notkun hormónauppbótarmeðferðar á breytingaskeiði. Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla kvenna af notkun hormónauppbótarmeðferðar á breytingaskeiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.