Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 95
Fræðslugrein
93Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024
ekki endursagt efnið eftir 2-3 skipti þarf að íhuga aðrar leiðir, svo
sem að bjóða honum að hafa aðstandanda með, gera hlé, ákveða
annan tíma seinna eða biðja annan í meðferðarteymi sjúklings að
taka yfir fræðsluna.
Við lok fræðslunnar, þegar sjúklingur hefur náð tökum á efninu
eða verkinu, er spurt hvaða (ekki hvort) spurningar hann hafi að
lokum. Mikilvægt er að nota opnar spurningar og forðast lokaðar
spurningar sem gefa bara möguleika á já eða nei svari. Þannig
gefst sjúklingi tækifæri til að fá frekari útskýringu á efninu, verkinu
eða öðru því sem hvílir á honum. Og ferlið hefst aftur, með sama
viðfangsefni eða nýju.
Staldraðu við
Endursagnaraðferðin krefst þjálfunar til að ná tökum á henni. Æfðu þig með
því að nota aðferðina með fjölskyldumeðlimi eða vinum, viðfangsefnið getur
verið hvað sem er. Prófaðu að vera bæði í hlutverki kennarans og nemandans.
- Tókst þér að forðast að láta nemandann eða sjúklinginn upplifa að hann væri
í prófi?
- Hvernig leið þér í hlutverki nemandans/sjúklingsins?
- Hvaða orðalag fannst þér best að nota? Af hverju?
Af hverju ætti að nota endursagnaraðferðina?
Endursagnaraðferðin er gagnreynd aðferð í sjúklingafræðslu
þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi hennar, meðal
annars þannig að afdrif sjúklinga eru betri þegar aðferðin er
notuð. Rannsóknir og kerfisbundnar samantektir hafa verið
gerðar á mörgum mismunandi sjúklingahópum til dæmis
krabbameinssjúklingum (Choi og Choi, 2021), sjúklingum í
líknarþjónustu (Ryan-Madonna et al., 2019), skurðsjúklingum
(Seely o.fl., 2022), konum í mæðravernd (Cheng o.fl., 2023),
sjúklingum á bráðamóttöku (Hesselink o.fl., 2022), hjartabiluðum
(Howie-Esquivel og Bidwell, 2023) og sjúklingahópum með
langvinna sjúkdóma (Dinh o.fl., 2016). Aðferðin hefur einnig
verið notuð í fjarheilbrigðisþjónustu (Morony o.fl., 2018). Áhrif á
sjúkrahúsþjónustu hafa verið jákvæð, til dæmis eru vísbendingar
um fækkun á endurinnlögnum (Dinh o.fl., 2016; Howie-Esquivel
og Bidwell, 2023) en mikilvægasti árangurinn snýr að sjúkl-
ingunum sjálfum. Sýnt hefur verið fram á að aðferðin bætir skilning
og hjálpar fólki að muna atriði til dæmis eftir útskriftarfræðslu um
sjálfsumönnun, þar með talið lyfjatöku (Caplin og Saunders, 2015;
Dinh o.fl., 2016; Marks o.fl., 2022). Notkun aðferðinnar eykur traust
og ánægju sjúklinga með því að gefa þeim tækifæri til að spyrja
spurninga og ræða áhyggjur sínar. Þannig má koma í veg fyrir eða
leiðrétta misskilning (Caplin og Saunders, 2015; Kornburger o.fl.,
2013; Miller, 2016). Enn fremur virðist notkun aðferðarinnar auka
skilning sjúklinga á ástandi sínu, meðferðarheldni, trú á eigin getu,
færni við sjálfsumönnun og heilsulæsi (Choi og Choi, 2021; Dinh
o.fl., 2016) og auka sjálfstraust umönnunaraðila (Ryan-Madonna
o.fl., 2019)
Hverjum og hvenær gagnast endursagnaraðferðin?
Þótt ákveðnir hópar fólks séu líklegri en aðrir til að eiga erfitt með
að meðtaka upplýsingar er ráðlagt að nota endursagnaraðferðina
með öllum sem verið er að fræða, sjúklingum jafnt sem að-
standendum (Agency for Healthcare Research and Quality, 2024)
enda er ekki hægt að gefa sér fyrir fram að sumir skilji og meðtaki
fræðslu betur en aðrir. Dæmi um aðstæður þar sem viðeigandi
er að nota endursagnaraðferðina er í fræðslu um sjálfsumönnun
(lífsstílsbreytingar, lyfjameðferð, vöktun einkenna, viðbrögð við
breytingum á líðan eða einkennum), bæði með sjúklingum og
aðstandendum en frekari dæmi má sjá hér að neðan:
Hvenær á að nota endursagnaraðferðina?
Alltaf þegar mikilvægar upplýsingar eru veittar, til dæmis um:
- Sjúkdómsgreiningu, meðferðarmöguleika eða meðferð.
- Meðferðaráætlun.
- Lyf, lyfjanotkun og helstu aukaverkanir.
- Vöktun einkenna.
- Breytingar á lífsstíl.
- Notkun tækja, aðferða eða tækni í meðferð.
- Framhald meðferðar og næstu skref.
- Hvenær, hvert og við hvern á að hafa samband næst eða þegar aðstoðar er þörf
Hvernig verður endursagnaraðferðin hluti af
vinnustaðamenningu?
Það er brýnt innan hjúkrunar að bæta starfshætti er tengjast
skipulagningu og framkvæmd sjúklingafræðslu í heild sinni.
Eins og við allar breytingar í starfi hjúkrunarfræðinga þurfa
stjórnendur að beita aðferðum við innleiðingu nýrra starfshátta
sem eru líklegar til árangurs. Í þessari grein er fjallað sérstaklega
um endursagnaraðferðina en hvernig hægt er að innleiða notkun
hennar í klínísku starfi er utan við efnistök greinarinnar. Þó
má nefna að þótt endursagnaraðferðin hljóti að teljast frekar
einföld og auðveld í notkun og krefjist ekki annars en færni af
hálfu heilbrigðisstarfsmanna hafa komið fram gagnrýnisraddir
og efasemdir um fýsileika eða gagnsemi þess að nota aðferðina.
Helsta gagnrýnin felst í því að ekki sé tími til þess að nota
aðferðina en ekki verið sýnt fram á að sú staðhæfing eigi við rök
að styðjast. Reyndir notendur endursagnaraðferðarinnar segja
að um ein mínúta bætist við viðtalstíma (Bodenheimer, 2018) en
betri skilningur og aukin fylgni sjúklinga við leiðbeiningar spari
tíma þegar til lengri tíma er litið. Aðrir nefna að sjúklingi geti
fundist niðurlægjandi að vera beðinn um að endurtaka efnið eða
verkið sem farið var yfir, aðferðin geti valdið sjúklingum kvíða
og tilfinningu um stimplun (stigma). Ein rannsókn hefur þó sýnt
að sjúklingar velja endursagnaraðferðina fram yfir hefðbundna
fræðslu þar sem aðferðinni er ekki beitt (Kemp o.fl., 2008).
Síðast en ekki síst hefur því verið haldið fram að erfitt sé fyrir
heilbrigðisstarfsfólk að breyta vinnulagi sínu (Bodenheimer, 2018;
Tafla 2. Dæmi um orðalag sem er ekki dæmandi þegar
heilbrigðisstarfsmaður notar endursagnaraðferðina
1. Ég vil vera viss um að ég hafi útskýrt nógu vel hvers vegna þú þarft að
taka þetta lyf, getur þú útskýrt það fyrir mér með þínum eigin orðum?
2.
Til þess að ég geti verið viss um að ég hafi útskýrt nægilega vel fyrir þér
… langar mig að biðja þig um að segja mér hvers vegna það gagnast
þér að taka þetta lyf.
3.
Nú höfum við farið yfir … Hvað ætlar þú að segja fjölskyldu þinni þegar
þú kemur heim varðandi breytingar sem hafa verið gerðar á lyfjunum
þínum?
4. Ég vil vera viss um að ég hafi útskýrt þetta nógu vel, getur þú sagt mér
og sýnt mér hvernig þú ætlar að skipta á sárinu þegar þú kemur heim?
5.
Nú hef ég farið yfir þrjú einkenni sem þú þarft að fylgjast með heima og
hvað þú átt að gera ef þau verða mikil. Má ég biðja þig um að fara yfir
þessi einkenni og segja mér hvenær og við hvern þú hefur samband ef
þörf er á?