Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 23
21Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024
Það geta ekki allir flutt heim til mömmu og pabba eða farið á
stúdentagarðana. Einstæðir foreldrar sem vilja mennta sig þurfa
að reikna dæmið langt fram í tímann til að sjá hvort það gangi upp.
Staðan er því miður sú að mörg þurfa einfaldlega að vinna mikið
með skóla. Sjálfur veit ég um dæmi þar sem hjúkrunarnemar
taka 16 tíma vinnudaga, jafnvel í prófatíð, þar sem þau taka
morgunvakt í verknámi og kvöldvakt á heimadeild. Við sleppum
því að taka okkur sumarfrí og söfnum upp orlofsdögum til að nýta
þá í prófatíð eða fyrir lotur og verknám. Við útskrift höfum við
mörg þá verið í því sem samsvarar 180% vinnu með litlu sem engu
fríi í um fjögur ár. Það kemur mér því ekkert á óvart að kulnun sé
vandamál.
Það er hlutverk mitt og kollega minna, sem kjörnir fulltrúar
stúdenta, að standa vörð um réttindi nema í skólastofum, það
er okkar hlutverk að útrýma því öráreiti sem fylgir því að vera
kallaður einn af stelpunum, eða sterkur strákur. Það er okkar
hlutverk að berjast fyrir bættum kjörum og mannsæmandi
framfærslulánum. Það er okkar hlutverk að stuðla að öruggu og
uppbyggilegu námi fyrir öll. En það er ykkar hlutverk að gera slíkt
hið sama á vinnustaðnum. Það er ykkar að byggja skjaldborg um
okkur nemana, það er ykkar að taka öllum með opnum örmum
– fylgist með okkur – gerið allt sem þið getið til að fyrirbyggja
kulnun, útrýmið öráreyti og fordómum, haldið í höndina á okkur
ef við þurfum. Styðjið okkur ... standið með okkur ... en umfram
allt verið fyrirmynd framtíðarhjúkrunarfræðinga sem munu taka
við keflinu á næstu árum.
Takk fyrir mig.
Heimildir:
Flygenring, B. G., Sveinsdóttir, H., Björndsóttir, R. D., & Jónsdóttir, S. (2021).
Streita og kulnun hjúkrunarfræðinema. Tímarit Hjúkrunarfræðinga,
97(3), 76–85.
Reform, Research Center for Men. (2019). Men in Nursing Education.
Neminn
Jón Grétar sló í gegn með ræðu sinni. Jón Grétar á vakt.