Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 55
53 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Þýðing og prófun á PREMIS: Spurningalisti til að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ofbeldi í nánum samböndum INNGANGUR Þriðjungur kvenna á heimsvísu hefur upplifað ofbeldi á lífsleiðinni og um það bil sama hlutfall kvenna sem hefur verið í nánum samböndum hefur upplifað líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi af hendi maka eða fyrrverandi maka. Þegar konur eru myrtar er maki eða fyrrverandi maki gerandinn í um 38% tilfella (World Health Organization (WHO), 2021). Konum sem leituðu til slysa- og bráðamóttökunnar á Landspítalanum í Fossvogi var boðið að taka þátt í rannsókn um reynslu af ofbeldi. Hundrað og ein kona tók þátt í rannsókninni og af þeim höfðu 50% orðið fyrir ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Hjá 33% kvennanna var um að ræða ofbeldi í nánu sambandi (ONS) (Kolbrún Kristianssen, 2010). Niðurstöður úr lýðfræðilegri rannsókn á Íslandi sýndu fram á að rúmlega 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi eftir 16 ára aldur, hótunum um ofbeldi og/eða kynferðislegri snertingu sem veldur vanlíðan (Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds, 2010). Þegar meðgöngu- og fæðingarskýrslur 514 íslenskra kvenna voru skoðaðar kom í ljós að hjá einungis 8,5% kvennanna var skráð að þær hefðu verið spurðar um reynslu af ofbeldi (Jonsdottir, 2019). Ef gengið er út frá þeirri gullvægu reglu að það sem „ekki er skráð hefur ekki verið gert“ þá fara 91,5% kvenna hér á landi í gegnum meðgöngu án þess að vera spurðar um eigin reynslu af ofbeldi. Það er því augljóst að við þurfum að gera enn betur í að spyrja og styðja skjólstæðinga íslenska heilbrigðiskerfisins þegar kemur að ofbeldistengdum málum. Þegar tíðni ofbeldis gagnvart körlum í nánu sambandi er skoðað sést að mun styttra er síðan rannsóknir hófust á þeim málaflokki. Bandarískar tölur benda til að um 10% karla hafi upplifað ofbeldi af hálfu maka (Center for Disease Control and prevention (CDC), 2020) sem er ábending um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk sé einnig vakandi gagnvart stöðu karla þegar kemur að ofbeldi. Árið 2012 gaf Landspítali út klínískar leiðbeiningar um ofbeldi í nánum samböndum, mat og viðbrögð. Þeim er ætlað að vera heilbrigðistarfsfólki stuðningur í skimun og viðbrögðum við ofbeldi en jafnframt er mælt með að þeir sem nýti sér þessar leiðbeiningar hafi farið á námskeið í notkun þeirra (Páll Biering, 2012). Ljósmæður sem sinna meðgönguvernd, hjúkrunarfræðingar sem sinna ung- og smábarnavernd og bráðahjúkrun, auk heimilislækna og bráðalækna verða að teljast í lykilaðstöðu til að nálgast hugsanlega þolendur ofbeldis. Ekkert mælitæki er til á íslensku sem kannar þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ONS. Slíkt mælitæki gæti m.a. nýst til endurmenntunar starfsfólks og stefnumótunar stjórnenda. Til að ráða bragarbót á því var ákveðið að þýða og meta próffræðilega eiginleika mælitækisins „Physician Readiness to Manage Intimate Partner Violence“ (PREMIS). PREMIS-listinn var hannaður í Bandaríkjunum til að mæla þekkingu, reynslu og viðhorf lækna á ONS. Höfundar SUNNA K. JÓNSDÓTTIR1 Hjúkrunarfræðingur, M.Sc. Áhersla: Sálræn áföll og ofbeldi. Kennari (dipl.) GUÐMUNDUR T. HEIMISSON2 Lektor SIGRÍÐUR SÍA JÓNSDÓTTIR3 Dósent 1Verkmenntaskóli Austurlands 2Sálfræðideild Háskólans á Akureyri 3Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2024)
https://timarit.is/issue/436689

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2024)

Aðgerðir: