Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 78
76 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu ekki marktækan mun milli aldurshópa m.t.t. líkna á vannæringu en þó voru ákveðnar vísbendingar um samband (p = 0,094). Hafa þarf í huga að ekki er víst að þátttakendur rannsóknarinnar endurspegli almennt hóp eldra fólks í sjálfstæðri búsetu. Þeir sem þurfa heimahjúkrun geta verið viðkvæmari eða með undirliggjandi veikindi sem skýrir mögulega ástæðuna fyrir að ekki sást skýrari munur milli elstu aldurshópa. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að vannæring eykst með hækkandi aldri (Leij-Halfwerk o.fl., 2019; Norman o.fl., 2021; Ökzaya, 2021). Um þriðjungur eldra fólks í sjálfstæðri búsetu á Akureyri og nágrenni sem fékk þjónustu heimahjúkrunar, hafði ósjálfrátt þyngdartap undanfarið (n=56) og reyndist það vera veigamesti áhættuþátturinn hjá hópnum sem var með ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu. Ósjálfrátt þyngdartap undanfarið hefur forspárgildi um næringarástand en 5-10% tap á líkamsþyngd á nokkrum mánuðum getur gefið vísbendingar um áhættu á vannæringu (Cederholm o.fl., 2015; Regína B. Þorsteinsson, 2016). Ósjálfrátt þyngdartap er mikill áhættuþáttur fyrir vöðvarýrnun og hrumleika (e. frailty) sem tengist skertri getu, meiri byltuhættu og aukinni þjónustuþörf (Mathewson o.fl., 2021). Aðrir mikilvægir áhættuþættir vannæringar í rannsókninni voru viðvarandi ógleði eða lystarleysi, en lystarleysi er algengur fylgikvilli sjúkdóma, lyfja og öldrunar sem veldur því að næringarinntekt verður ekki nægjanleg og því algeng ástæða fyrir þyngdartapi hjá öldruðum (Cederholm, 2016). Lystarleysi og ógleði er helsta ástæðan fyrir því að erfitt er að vinna gegn lítilli orku- og próteinneyslu aldraðra (Mathewson o.fl., 2021). Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar sem sinna þessum hópi spyrji hvort einstaklingurinn sé með ógleði eða sé lystarlaus. Vannæringu meðal eldra fólks þarf að taka alvarlega og er ósjálfrátt þyngdartap merki um skort á orku, nauðsynlegum næringarefnum og/eða niðurbrot á vöðvum sem hrindir oft af stað keðju vandamála sem leiða af sér sjúkdóma, óhöpp og aukna dánartíðni (Norman, 2021). Íhlutun og forvarnir eru mikilvægir þættir í þjónustu við eldra fólk í sjálfstæðri búsetu og með góðri samvinnu heimahjúkrunar og næringarfræðinga mætti sporna við óæskilegri þróun. Reglubundnar skimanir fyrir áhættu á vannæringu eru því ákaflega mikilvægar til að finna eldra fólk í áhættu og vísa þeim til næringarfræðings sem leggur upp meðferðaráætlun sem starfsfólk heimahjúkrunar getur fylgt eftir með eftirliti og stuðningi. Þriðji stærsti áhættuþáttur vannæringar í rannsókninni var nýleg dvöl á sjúkrastofnun (9%). Það er þekkt vandamál að næringarástand versni við innlögn á sjúkrahús (Shin o.fl., 2018) og því mikilvægt að hefja næringarmeðferð inni á sjúkrastofnun (Regína B Þorsteinsson, 2016; Shuetz o.fl., 2019). Niðurstöður úr rannsóknum Blondal o.fl., (2022a, 2022b) sýna hvað góð næring og eftirfylgd eftir útskrift af sjúkrahúsi er mikilvæg fyrir eldra fólk. Íhlutunarhópur sem fékk frían orku- og prótínríkan mat ásamt eftirfylgni í formi næringarmeðferðar veitta af klínískum næringarfræðingi, mat heilsu sína og líðan betri miðað við viðmiðunarhópinn sem fékk eingöngu ráðleggingar við útskrift (Blondal o.fl., 2022a; 2022b). Klínísk mikilvæg færni var bætt hjá íhlutunarhópnum, svo sem líkamleg færni, þunglyndiseinkenni minnkuðu og komið var í veg fyrir þyngdartap og tap á vöðvamassa Næringarástand eldra fólks á Akureyri og nágrenni Tafla 3. Áhættuþættir vannæringar eftir kyni, aldri og LÞS (n (%)) Ósjálfrátt þyngdartap undanfarið Dagleg uppköst sl. 3 daga Daglegur niðurgangur sl. 3 daga Viðvarandi léleg matarlyst eða ógleði Erfiðleikar við að kyngja eða tyggja Dvöl á sjúkrastofnun 5+ dagar sl. 2 mán. Aðgerð sl. mánuð Innlögn vegna bruna eða vannæringar Heild (n=193) 56 (29%) 2 (1%) 7 (4%) 34 (18%) 11 (6%) 27 (14%) 9 (5%) 0 (0%) 65-74 ára (n=30) 9 (5%) 0 (0%) 2 (1%) 6 (3%) 3(2%) 5(3%) 5 (3%) 0 (0%) 75-84 ára (n=66) 18 (9%) 1 (0%) 3 (2%) 11 (6%) 4(2%) 9(5%) 2(1%) 0 (0%) ≥85 ára (n=97) 29 (15%) 1 (0%) 2 (1%) 17(9%) 4(2%) 13(7%) 2 (1%) 0 (0%) Karlar (n=80) 25 (13%) 0 (0%) 1 (0%) 11 (6%) 5 (3%) 10 (5%) 3 (2%) 0 (0%) Konur (n=113) 31 (16%) 2(1%) 6 (3%) 23 (12%) 6 (3%) 17 (9%) 6 (3%) 0 (0%) LÞS ≥30 (n=70) 45 (23%) 1(0%) 3 (2%) 23 (12%) 7 (4%) 13 (7%) 6 (3%) 0 (0%) Þátttakendur sem fá ≥3 stig * Heild (n=70) 45 (23%) 1 (0%) 3 (2%) 23 (12%) 7 (4%) 13 (7%) 6 (3%) 0 (0%) 65-74 ára (n=10) 8 (4%) 0 (0%) 1 (0%) 5 (%) 0 (0%) 3 (2%) 3 (2%) 0 (0%) 75-84 ára (n=29) 15 (8%) 1 (0%) 2 (1%) 8 (%) 3 (2%) 6 (3%) 1 (0%) 0 (0%) ≥85 ára (n=31) 22 (11%) 0 (0%) 0 (0%) 10 (%) 4 (2%) 4 (2%) 2 (1%) 0 (0%) Konur (n=43) 25 (13%) 1 (0%) 3 (2%) 13 (%) 4 (2%) 9 (5%) 4 (2%) 0 (0%) Karlar (n=27) 20 (10%) 0 (0%) 0 (0%) 10 (%) 3 (2%) 4 (2%) 2 (1%) 0 (0%) LÞS≥30 (n= 22) 19 (10%) 1 (0%) 1 (0%) 5 (3%) 2 (1%) 2 (1%) 0 (0%) 0 (0%) * Þátttakendur sem fengu ≥3 stig við mat fyrir áhættu á vannæringu (ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.