Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 94
Fræðslugrein
92 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024
Endursagnaraðferðin
Að því er næst verður komist má rekja notkun endursagnar-
aðferðarinnar til miðáttunda áratugar síðustu aldar en frá þeim
tíma hefur bandaríska stofnunin Agency for Healthcare Research
and Quality mælt með því að heilbrigðisstarfsfólk noti aðferðina
til þess að efla heilsulæsi (Agency for Healthcare Research and
Quality, 2024). Gagnsemi endursagnaraðferðarinnar hefur verið
staðfest í fjölda rannsókna eins og vikið verður að hér að neðan.
Hvernig er endursagnaraðferðinni beitt?
Endursagnaraðferðin felur í sér að kanna hvort sjúklingur muni
og skilji upplýsingar sem honum hafa verið veittar með því að
biðja hann um að endursegja með eigin orðum það sem hann var
fræddur um eða honum var leiðbeint með. Í stað þess að spyrja
sjúklinginn „skilur þú?“ eða „eru einhverjar spurningar?“ kannar
heilbrigðisstarfsmaður markvisst hvort hann hafi frætt og útskýrt
hlutina á þann hátt sem sjúklingur man og skilur. Grundvallaratriði
er að ganga úr skugga um að sjúklingur upplifi ekki að hann sé
í prófi eða yfirheyrslu heldur viti að aðferðinni sé beitt af því
að heilbrigðisstarfsmaðurinn vilji fullvissa sig um að hann hafi
komið fræðslunni nógu vel til skila. Til að tryggja að fræðsla með
endursagnaraðferðinni beri árangur þarf að huga að samskiptum
í fræðsluferlinu. Auk atriðanna sem nefnd eru í töflu 1 þarf að hafa
eftirfarandi í huga þegar endursagnaraðferðinni er beitt í fræðslu
(Institute for Healthcare Advancement, e.d):
Atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til að endursagnaraðferðin beri
árangur
- Mynda traust í upphafi.
- Sýna umhyggjusemi í viðmóti og raddtóni.
- Mynda augnsamband og nota afslappaða líkamstjáningu.
- Nota opnar spurningar og forðast að hafa þær gildishlaðnar.
- Beita virkri hlustun, þögnum og speglun.
- Vera vakandi fyrir eigin viðmóti, raddblæ, óyrtum tjáskiptum og eigin
fordómum.
- Nota annað orðalag eða aðferð og útskýra aftur ef sjúklingur getur ekki
endursagt eða endursýnt það sem verið er að fræða um.
- Skrá upplýsingar um fræðsluna líkt og aðra meðferð.
Líta má á notkun endursagnaraðferðarinnar sem hringrás fimm
meginskrefa (Agency for Healthcare Research and Quality, e.d.)
sem sýnd eru á mynd 2. Skrefin eru endurtekin þar til sjúklingur
sýnir fullnægjandi skilning eða færni.
1. skref
Heilbrigðisstarfsmaður fræðir
Heilbrigðisstarfsmaður metur fræðsluþarfir og fræðir. Byrjað er á
að meta hvað sjúklingnum finnst mikilvægast að fá upplýsingar
um. Fyrst eru valin 1-3 mikilvægustu atriðin, þannig verður efnið
viðráðanlegra og hægt að komast yfir meira efni í samtalinu. Þegar
um mörg efnisatriði er að ræða er gott að brjóta efnið niður í hluta
og fara í gegnum eitt atriði í einu og beita endursagnaraðferðinni
við hvert atriði áður en farið er í það næsta.
2. skref
Heilbrigðisstarfsmaður spyr og beitir
endursagnaraðferðinni
Næst er sjúklingur beðinn um að segja með eigin orðum aðalatriðin
í fræðslunni eða sýna handtökin við verkið. Þess er gætt að nota
orðalag sem ekki er niðurlægjandi eða dæmandi. Dæmi um
viðeigandi orðalag má sjá í töflu 2. Sjúklingnum má ekki líða eins
og hann sé í prófi heldur þarf að árétta í samtalinu að verið sé að
kanna hversu vel þeim sem fræddi tókst að koma upplýsingunum
frá sér. Þannig tekur hann ábyrgð á því ef sjúklingur hefur ekki
skilið allt eða náð tökum á verkefninu.
3. skref
Heilbrigðisstarfsmaður hlustar og metur skilning
eða færni sjúklings
Metið er hvernig sjúklingnum tekst að endursegja (eða endursýna)
með sínum eigin orðum það sem hann var fræddur um. Ef
heilbrigðisstarfsmaður metur að sjúklingurinn hafi meðtekið
fræðsluna þá lýkur henni hér, eða haldið er áfram og frætt um
ný efnisatriði. Ef fræðslan hefur ekki skilað sér eða misskilningur
kemur í ljós er fræðslan endurtekin samkvæmt skrefi 4.
4. skref
Heilbrigðisstarfsmaður fræðir aftur
Atriði sem sjúklingi tókst ekki að endursegja eru útskýrð aftur
eða umorðuð. Hægt er að einfalda orðalag og beita öðrum
fræðsluaðferðum til dæmis með myndlíkingum eða teikningum
eða jafnvel með því að biðja annan að sinna fræðslunni.
5. skref
Heilbrigðisstarfsmaður spyr aftur
Sjúklingur er aftur beðinn um að segja með eigin orðum aðalatriðin
í fræðslunni eða sýna handtökin við verkið. Þegar sjúklingi gengur
illa að skilja umfjöllunarefnið eða ná tökum á verklaginu og getur
Fræða1.
Spyrja2.
Hlusta3.Fræða
a
ur
4.
Spyrja
a
ur
5.
Mynd 2. Endursagnaraðferðin sem hringrás.