Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 42
Viðtal 40 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 hvernig hlutverk hjúkrunarfræðings til dæmis var ólíkt hlutverki sálfræðings. Það var oft mikil áskorun fyrir mig að koma inn í mál þar sem geðrænn vandi var margþættur og kannski nauðsynlegt að fara í flóknar mismunargreiningar. Því hafði ég enga þjálfun í. Á hinn bóginn voru mínir styrkleikar greinilegir þegar kom að líkamlegum vanda skjólstæðinga. Það voru mál sem höfðu dálítið týnst í teyminu á tímanum sem enginn hjúkrunarfræðingur var til staðar. Blóðþrýstingsmælirinn hafði til dæmis týnst löngu áður en ég mætti á svæðið,“ útskýrir hún. Tímabært að hjúkrunarfræðingar í geðþjónustu hafi aðgang að klínískri handleiðslu Sandra segist mögulega hafa haft helst til mikinn metnað þegar hún hóf störf í teyminu: „Ég var ákveðin í að taka hvern einasta skjólstæðing í teyminu í vandlegt heilsufarsmat, en komst fljótt að því að það væri alls ekki raunhæft.“ Júlíana Guðrún Þórðardóttir sem í dag hefur tekið við hlutverki annars forstöðuhjúkrunarfræðings geðþjónustu var á þeim tíma deildarstjóri á göngudeild lyndisraskana og reyndist Söndru vel: „Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að hafa hana og líka ómetanlegt að njóta handleiðslu Bjargar Guðmundsdóttur geðhjúkrunarfræðings. Ég gat tekið upp mál og alls kyns klínísk úrlausnarefni og borið undir hana. Mér finnst löngu tímabært að hjúkrunarfræðingar í geðþjónustu hafi aðgang að klínískri handleiðslu frá þeim sem reyndari eru og fagna því sannarlega að nýju forstöðuhjúkrunarfræðingarnir okkar ætli að gera skurk í þeim málum.“ Meðferðin sem veitt er í átröskunarteymi byggist á HAM en upphafsmaður hennar, Glenn Waller, hefur einmitt handleitt teymið undanfarin misseri: „Ég fékk þjálfun í meðferðinni og var fljótlega farin að taka skjólstæðinga í tíu tíma HAM-meðferð við átröskun. Smám saman hefur hæfni mín aukist og ég er þannig farin að taka að mér flóknari mál líka. Reynsla mín af SEG og sú þjálfun sem ég hafði fengið þar í samtalstækni var mjög mikilvæg. Það var líka mjög hjálplegt að hafa bakgrunn af legudeildum spítalans, þekkja boðleiðir, umhverfið og ólíka þjónustu. Geðkerfið er svo alveg sér á báti og mjög mikilvægt að fagfólk í göngudeildarþjónustu þekki það vel. Fólk þarf oft að sækja sér þjónustu á ólíkum stöðum í kerfinu, til dæmis í geðheilsuteymum, á heilsugæslu eða hjá mismunandi meðferðaraðilum á stofum. Því betur sem við þekkjum króka og kima kerfisins, því betur gengur okkur að tryggja samfellu í þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga. Það er ekkert gaman að upplifa sig týndan í óskiljanlegu kerfi þegar líðanin er slæm og við getum sannarlega dregið úr þjáningu með því að leggja okkur fram.“ Verkefni hjúkrunarfræðinga í átröskunarteymi eru fjölbreytt: Meðferðarviðtöl Heilsufarsviðtöl og heilsufarsmat (allir skjólstæðingar á dagdeild) Fræðsla fyrir aðstandendur Stuðningur í máltíðum og eftir máltíðir Sjúklingafræðsla Samvinna við innlagnadeild Fræðsla og kennsla (t.d. íþróttaþjálfarar, hjúkrunarnemar, geðsjúkraliðanemar) Umbótaverkefni (t.d. gerð fræðsluefnis, þróun verklags, þróun apps sem skjólstæðingar nota til að skrá matarinntekt) Stuðningur við önnur sérhæfð teymi innan geðþjónustu Innlagnir skjólstæðinga átröskunarteymis er hjúkrunarleitt umbótaverkefni sem felst í samvinnu teymisins við geðendurhæfingardeildina á Kleppi. Eitt pláss á deildinni er þannig merkt átröskunarteyminu og notað fyrir einstaklinga sem eru í mikilli þörf fyrir aukinn stuðning til að geta sinnt meðferð vegna átröskunarvanda. Þétt samvinna milli teymisins og legudeildarinnar hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem verkefnið hefur skilað. Teymið stýrir meðferð þeirra sem nýta sér innlagnir og sér einnig um kennslu og stuðning við starfsfólk deildarinnar. Dæmigerður dagur hjá hjúkrunarfræðingi í átröskunarteymi: Stöðumatsfundur teymis – farið yfir daginn, hverjir eru að koma á dagdeild, hvaða fundir eru á dagskrá o.fl. Máltíðastuðningur í morgunmat, hádegismat og síðdegisbita – stuðningur við skjólstæðinga bæði í máltíðum og eftir þær. Viðtöl – heilsufarsviðtöl, meðferðarviðtöl, fjölskylduviðtöl Eftirfylgd með niðurstöðum rannsókna – blóðprufur, hjartalínurit o.fl. og samráð við lækni teymis. Samskipti við innlagnardeildir ef einhver í þjónustu teymis liggur inni. Framtíðarsýn og umbótatækifæri: Þróun á innihaldi dagdeildar – erum að vinna í samskiptum við erlenda tengiliði. Bætt þjónusta við aðstandendur – erum nýlega byrjuð aftur með fasta aðstandendafræðslu tvisvar á önn. Áframhaldandi þróun rafrænna lausna – búið er að gera matardagbók rafræna, verið að vinna í rafrænum spurningalistum sem auðveldar fjarmeðferð. Skerpa verklag í tengslum við reglulegt heilsufarsmat. Algeng mýta varðandi átröskunarsjúkdóma er að allir sem eru með átröskun séu í undirþyngd. Raunin er hins vegar sú að flestir sem greinast með átröskun eru í eða yfir kjörþyngd. Þetta segja bæði innlendar og erlendar tölur. Þetta gerir það að verkum að fólki finnst það oft ekki nógu veikt til að leita sér aðstoðar. Helstu átraskanir sem unnið er með hjá átröskunarteymi Landspítala: - Lystarstol (e. anorexia nervosa) - Lotugræðgi (e. bulimia nervosa) - Lotuofát/átkastaröskun (e. binge eating disorder) - Átröskun ótilgreind (e. other specified feeding or eating disorder) - ARFID sem stendur fyrir Avoidant, restrictive food intake disorder en heitið hefur ekki enn þá verið íslenskað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.