Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 70
68 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 einhverra óljós en Larsson o.fl. (2018) og White o.fl. (2020) benda á mikilvægi skýrra verklagsreglna til að tryggja starfsfólki öruggt starfsumhverfi. Þá virtist óljóst hvert teymisstjórarnir gætu leitað eftir stuðningi, sérstaklega við aðlögun inn í starfið. Í ljós kom að teymisstjórunum stóð þó viss stuðningur til boða en þeir þurftu sjálfir að bera sig eftir honum. Ree og félagar (2019) telja að skortur á tíma og fjármagni sé eitt af því sem dregur helst úr gæðum og öryggi þjónustu. Því má velta fyrir sér hvort ekki sé ávinningur af því að verja meiri tíma og fjármagni til að veita starfsfólki betri aðlögun og markvissari stuðning. Einnig væri til bóta að hafa skýrari ramma í kringum verklag við aðlögun og stuðning sem er í boði sýnilegri. Setja mætti á reglubundna fundi þar sem farið er yfir mönnun og verkefnastöðu í teymum með það að markmiði að stytta boðleiðir og grípa inn í þar sem þörf er á. Það gefur augaleið að það krefst mikillar yfirsýnar og skipulags að hafa 60-90 manns í teymi. Eins og fram kom hjá teymisstjórunum var það of mikið fyrir einn og því ekkert sem mátti út af bera, til dæmis veikindi hjá starfsfólki. Glíma við undirmönnun og of þétt dagskipulag varð til þess að þeir fóru að missa niður bolta. Næg mönnun er þó ekki það eina sem skiptir máli heldur einnig að starfsfólkið sé ánægt í starfi. Þannig verður þjónustan skilvirkari og skilar sér í betri gæðum til skjólstæðinga og aðstandenda þeirra (Nakrem og Kvanneid, 2022). STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR Styrkleika rannsóknarinnar má rekja til þess að niðurstöður byggja á upplifunum teymisstjóranna af starfinu og góður samhljómur var í viðtölum. Alls tóku þátt 10 af þeim 11 teymisstjórum innan heimahjúkrunar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem boðin var þátttaka og spannar úrtakið því þýðið að mestu. Takmörkun rannsóknarinnar er að hún nær aðeins til lítils hluta hóps sem sinnir starfi teymisstjóra í heimahjúkrun á Íslandi. Að mati höfunda fékkst mettun í gögnin og gefa niðurstöður því nokkuð góða mynd af starfsemi Heimahjúkrun Heilsugæslunnar. Takmarkanir felast í því að ekki er hægt að yfirfæra niðurstöður á heilbrigðisstofnanir sem bjóða sams konar þjónustu. ÁLYKTUN OG FRAMTÍÐARRANNSÓKNIR Teymisstjórastarfið er umfangsmikið og töluvert álag sem því fylgir, einkum fyrir hjúkrunarfræðinga með litla reynslu af stjórnun. Álykta má að ekki einungis menntun sem hjúkrunarfræðingur, heldur einnig stjórnunarreynsla og/eða stjórnunarmenntun, sé nauðsynleg. Að viðhafa jafnvægi einstaklingsbundinna þátta, umhverfis og færni í starfi er heilmikil áskorun eins og niðurstöður rannsóknarinnar sýna. Mikilvægt er að ígrunda mönnun í hverju teymi í takt við umfang og gæði þeirrar þjónustu sem verið er að veita til skjólstæðinga. Hlúa þarf betur að teymisstjórum og þá sérstaklega þeim sem eru nýir í starfi og veita þeim betri stuðning til þess að takast á við þetta krefjandi starf. Framtíðarrannsóknir ættu að snúa að því að skoða sálrænt vinnuálag hjá teymisstjórum og hvort það tengist ef til vill bæði reynsluleysi og undirmönnun. Jafnvel mætti gera mælingar á því hvort einhverjir af teymisstjórunum eigi á hættu að fara í kulnun. ÞAKKARORÐ Höfundar þakka yfirmönnum heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins fyrir leyfi fyrir rannsókninni og sérstakar þakkir fá teymisstjórar fyrir þátttökuna. „Suma daga nær maður ekki höfðinu upp úr vatninu“: Reynsla hjúkrunarfræðinga af starfi teymisstjóra í heimahjúkrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.