Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 25
23Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 eru forvarnir, fræðsla og heilsuefling, skimanir og skoðanir, bólusetningar, umönnun veikra og slasaðra barna, ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd sem flestir þekkja vel. Skipulagðar skoðanir eru gerðar hjá öllum nemendum í 1. bekk, 4. bekk, 7. bekk og 9. bekk þar sem mæld er hæð og þyngd í þeim tilgangi að fylgjast með vexti og þroska, gert er sjónskerpupróf og tekin einstaklingsviðtöl um lífsstíl og líðan þar sem tilgangurinn er að með áhugahvetjandi samtali sé fræðsluþörf barnsins metin og fræðsla veitt í samræmi við það. Auk þess að sitja þverfaglega fundi með öðru fagfólki sem kemur að málefnum nemenda. Unnið er í náinni samvinnu við foreldra og forráðamenn nemenda, skólastjórnendur, kennara og aðra svo sem lækna eða sálfræðinga. Skipulögð heilbrigðisfræðsla er síðan veitt í öllum árgöngum og er áherslan á að hvetja til heilbrigðra lífshátta. Mánudagsvakt Þennan mánudagsmorgun hringir klukkan 6:30 eins og venjulega á virkum dögum. Mér finnst mjög gott að byrja daginn á því að eiga rólega stund með sjálfri mér áður en sú litla sem er fjögurra ára orkubolti fer á fætur. Ég sýð mér tvö egg og við mæðgur græjum okkur síðan út í daginn. Við búum svo vel að geta farið okkar ferða hjólandi þegar vel viðrar og nýtum okkur það þennan morguninn. Í dag er ég með hjúkrunarnema sem er í verknámi á heilsugæslu. Ég legg mikla áherslu á að segja sem allra mest og best frá heilsuvernd skólabarna þennan stutta tíma sem nemar fá að kynnast því. Mín reynsla var nefnilega ekki þannig þegar ég var í grunnnáminu, sem er synd, enda datt mér alls ekki í hug að ég myndi vilja starfa á heilsugæslu í framtíðinni, hvað þá sem skólahjúkrunarfræðingur. En ég dýrka það að vera skólahjúkrunarfræðingur og finnst ég mjög lánsöm að fá með minni vinnu að stuðla að heilbrigði grunnskólabarna og er mjög stolt af því sem ég geri. Það eru skilaboðin sem ég vil koma áfram til þeirra hjúkrunarnema sem koma til mín í verknám. Ef ég tala út frá minni reynslu af grunnnáminu og síðan starfs- reynslu á heilsugæslunni þá myndi ég vilja sjá miklu meiri áherslu á heilsugæsluna í hjúkrunarnáminu, sem ég upplifði sem mjög sjúkrahúsmiðaða. Bæði í akademísku námi og klínísku verknámi er hægt að gera betur varðandi heilsugæsluna. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég var að læra um heilsugæsluhjúkrun eða var í því verknámi að þetta væri nú eitthvað fyrir mig. Ég hef lokið framhaldsnámi í klínískri heilsugæsluhjúkrun og er í meistaranámi í heilbrigðisvísindum, því mér finnst svo brjálæðislega gaman að vera hjúkrunarfræðingur og læra meira um það sem nýtist mér í mínu starfi. Með því að kynna starfsemi heilsugæslunnar vel, tryggja nemum sem fjölbreyttust námstækifæri í verknámi og koma því til skila hversu skemmtilegt og fjölbreytt er að starfa á heilsugæslu skilar það sér vonandi í auknum áhuga. Þetta á auðvitað líka við um alla hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á heilsueflingu og ættu að geta fundið sína fjöl innan heilsugæslunnar þar sem verkefnin eru alls konar og fólki er sinnt frá vöggu til grafar. Þegar ég mæti í vinnuna hengi ég af mér, fer í inniskóna og ræsi tölvuna. Ég þarf að opna Ískrá sem er rafrænt sjúkraskrárkerfi Vaktin mín „Ég dýrka það að vera skóla- hjúkrunarfræðingur og finnst ég mjög lánsöm að fá með minni vinnu að stuðla að heilbrigði grunnskólabarna og er mjög stolt af því sem ég geri.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.