Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 50
48 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Þekking heilbrigðisstarfsmanna nefnist fyrsta undirþema. Í viðtölum kom glöggt fram að þátttakendur upplifðu að heilbrigðisstarfsfólk trúði ekki að einkenni sem þátttakendur voru með væru hluti af breytingaskeiðinu. Ragnhildur sagði að heilsugæslan hafi ekki tengt við breytingaskeiðið: „Ekki fyrr en ég tala við kvensjúkdómalækni sjálf. Það hafði enginn minnst á að það gæti verið eitthvað af þessu breytingaskeið. Bara þunglyndislyf. Það er ekki fyrr en maður kveikir sjálfur á perunni að ekkert virkar.“ Annað undirþema er nefnt Að viðurkenna vanda skjólstæðings. Þátttakendum fannst mikilvægt að hlustað sé á skjólstæðinginn þegar hann leitar á heilsugæsluna og að heilbrigðisstarfsmaður íhugi hvort einstaklingurinn geti mögulega verið kominn á breytingaskeiðið. Ragnhildi fannst alveg stórmerkilegt að ekki hafi verið spáð í þetta þegar mikil breyting var á hennar andlegu líðan á stuttu tímabili. Anna lýsti miklum létti þegar hún loks hitti lækni sem hlustaði á hana: „Ég var bara svo ótrúlega glöð að hitta á þennan lækni. Ég mætti til hennar með listann minn. Hún tók hvert einkenni fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið þessa hjálp.“ Þriðja undirþema nefnist Þarf að auka fræðslu. Þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að auka fræðslu til almennings. Margar upplifðu þetta eins og að greinast með sjúkdóm og hefðu viljað fá afhentan bækling frá heilsugæslunni um einkenni og meðferðir breytingaskeiðsins. Aðrar töluðu um að auka þyrfti umfjöllun um breytingaskeiðið í samfélaginu. Bára gaf mjög góða lýsingu: „Ég vissi bara nákvæmlega ekkert um þetta skeið. Og ég bara skildi það ekki hvernig maður gat verið sprengmenntuð manneskja á 21. öldinni og vera svona totally „ignorant“. Þetta kom svo ferlega mikið í bakið á mér.“ Þetta þroskar mann Síðasta meginþemað nefnist Þetta þroskar mann. Konurnar endurskoðuðu sitt líf og upplifðu ákveðinn þroska eftir að hafa gengið í gegnum þetta tímabil. Fyrsta undirþemað er Lífið endurskoðað. Konurnar voru margar búnar að gera breytingar á sínu lífi og drógu úr streitu. Bára ákvað að skipta um starf innan síns fyrirtækis og „því ég hef alltaf verið orkumikil í vinnu og haldið hundrað boltum á lofti í einu og var markaðsfulltrúi í banka í 10 ár. Ég er enn í bankanum en skipti um vettvang þarna um mitt ár vorið 2022.“ Annað undirþemað nefnist Hugað að heilsunni. Allir þátttakendur voru farnir að huga meira að heilsunni, til dæmis hreyfðu sig reglulega og drógu úr streitu. Ásdís tók til í sínu lífi og sagði: „Ég er líka að passa að fara á skikkanlegum tíma að sofa. Ég dró úr áfengisneyslu. Ég er alltaf dugleg að hreyfa mig. Ekki bara að ég ætla að fara baða mig í einhverju estrógeli og halda að hlutirnir bara lagist.“ Vanda valið hvað ég set orkuna í er þriðja undirþemað. Í viðtölum við þátttakendur kom fram að konurnar eru orðnar óhræddari að hugsa hversu vel nærir þessi félagsskapur mig, hvert ætla ég að fara með orkuna mína og hvað nærir mig. Helga nefndi: „Maður er að velja í hvað maður setur orkuna og í hvern. Svo koma smá vitsmunir. Einhver extra dýpt þegar maður er á þessu skeiði.“ Fjórða og síðasta undirþemað lýsir Auknu þori að prófa nýja hluti. Með aukinni orku, bættu sjálfstrausti og betri líkamlegri líðan upplifðu þátttakendur aukið þor í að prófa nýja hluti eftir að hafa hafið hormónauppbótarmeðferð. Sumar skráðu sig á námskeið sem þær höfðu verið búnar að hugsa lengi um eða voru að íhuga til dæmis að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf. Þyrí sagði: „Heyrðu ég skelli mér á gönguskíðanámskeið. Jú ég ætla að fara í ræktina.“ UMRÆÐUR Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að konur upplifðu allajafna breytingu á andlegum-, líkamlegum- og félagslegum lífsgæðum við að fara á hormónauppbótarmeðferð. Yfirþema rannsóknar Mér fannst ég verða aftur ég sjálf lýsir reynslu allra þátttakenda í rannsókninni. Upplifun þeirra var að þær höfðu endurheimt sína fyrri heilsu og voru orðnar orkumeiri eins og þær voru fyrir breytingaskeið. Þetta samræmist niðurstöðum rannsóknar Steinunnar Kristbjargar Zophoníasdóttur (2020) en þar voru þátttakendur sammála um að eftir töku hormóna voru þeir farnir að kannast við líkamann eins og hann var og upplifðu aukna orku og drifkraft. Þátttakendur upplifðu mikinn mun á líkamlegri og andlegri líðan eftir töku hormóna og er það er í samræmi við rannsókn Dotlic og félaga (2020) sem sýndi fram á að þær konur sem voru á hormónauppbótarmeðferð upplifðu betri andlega og líkamlega líðan og þær voru ekki að hugsa um að hætta meðferðinni. Þetta er hins vegar í andstöðu við niðurstöður Wium-Andersen og félaga (2022) sem sýndu fram á auknar líkur á þunglyndi á fyrsta ári hormónauppbótar- meðferðar, ef hormónameðferð var hafin fyrir 50 ára aldur en ef hún er hafin eftir 54 ára aldur sýndi rannsókn þeirra fram á minni hættu á þunglyndi. Í þessari rannsókn upplifðu þátttakendur skerta kynlöngun fyrir töku hormóna og hafði það áhrif á líðan þeirra og sambandið við makann. Eftir hormónatöku upplifðu allir þátttakendur aukna kynlöngun en mismikla. Sumar voru eingöngu á estrógeni og prógesteróni og fundu mun til batnaðar á kynlöngun og þær sem voru á testósteróni sögðu sumar að það gerði kraftaverk fyrir sig. Það er þó ekki í samræmi við rannsókn Ásthildar Björnsdóttur (2017) því þar kom fram að eftir að konurnar hættu á hormónameðferð þá jókst kynlöngunin. Hins vegar sýndi rannsókn Islam og félaga (2019) að notkun testósteróns hafði góð áhrif á kynlöngun og bætti sjálfsmynd kvenna. Í þessari rannsókn töluðu konurnar um það sem þær kölluðu heilaþoku, voru gleymnar, einbeitingalausar og ólíkar sjálfum sér hvað það varðaði. En eftir að þær byrjuðu á hormónauppbótar- meðferð fundu þær mikinn mun á minni og einbeitingu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Rasha og félaga (2023). Í rannsóknum Sólrúnar Ólínu Sigurðardóttur (2018) og Steinunnar Kristbjargar Zophoníasdóttur (2020) kom fram að konum fannst oft skorta á skilning og hlustun þegar þær leituðu til læknis. Sambærilegar niðurstöður komu fram í þessari rannsókn og lýstu konurnar að þær hefðu verið settar á kvíða- og svefnlyf í stað hormónauppbótarmeðferðar sem sýndi svo síðar að þær þurftu á hormónum að halda en ekki geðlyfjum. Í þessari rannsókn kom fram eftirsjá að tímanum sem þær hefðu getað verið á fullum dampi ef þær hefðu verið meðhöndlaðar fyrr með hormónauppbótarmeðferð. Einnig kom fram að konurnar höfðu misst tengsl við vini vegna andlegrar vanlíðunar fyrir hormónauppbótarmeðferð og voru að reyna finna leiðir til að endurheimta tengslanetið eftir að meðferð var hafin. Þessar tvær niðurstöður hafa höfundar ekki séð áður í rannsóknum. Þessi rannsókn, rannsókn Sólrúnar Ólínu Sigurðardóttur (2018), Steinunnar Kristbjargar Zophoníasdóttur (2020) og rannsókn Herdísar Sveinsdóttur (2005) sýna að konur hérlendis hefðu Mér fannst ég verða aftur ég sjálf: Reynsla kvenna af notkun hormónauppbótarmeðferðar á breytingaskeiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.