Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 83
81 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Eftirfylgni og árangur meðferðar hjá fólki með sykursýki gerð 2 innan tveggja sykursýkismóttaka á heilsugæslustöðvum INNGANGUR Sykursýki er heilbrigðisvandi sem fer sífellt vaxandi á heimsvísu og er talinn einn algengasti langvinni sjúkdómur heims í dag. Áætlað er að um 537 milljónir í heiminum, eða 10,5% fullorðinna á aldrinum 20 til 79 ára þjáist af sykursýki (International Diabetes Federation [IDF], 2021b). Í íslenskri rannsókn, þar sem algengi og nýgengi sykursýki af gerð 2 (T2DM) var metið og sett fram spá um algengi T2DM eftir 10 og 20 ár, kemur fram að algengi hefur meira en tvöfaldast frá 2005 til 2018. Gert er ráð fyrir að árið 2040 verði algengi T2DM á Íslandi komið í 24.000 einstaklinga. Einnig að konum með sykursýki virðist fjölga hraðar en körlum (Bolli Þórsson o.fl., 2021). Fylgikvillar eru langtímaafleiðing af illa eða ómeðhöndlaðri sykursýki og geta gert vart við sig mörgum árum áður en greining sykursýkinnar á sér stað en fylgikvillar eru algengir meðal einstaklinga með T2DM (Das o.fl., 2012; World Health Organisation [WHO], 2020). Slæm stjórnun á blóðsykri, aldur einstaklings og sjúkdómslengd hafa sterk tengsl við líkur á því að þróa með sér fylgikvilla. Líkur á fylgikvillum aukast með sjúkdómslengd og eftir því sem einstaklingurinn eldist (Alaboud o.fl., 2016; Sophia o.fl., 2014). Fylgikvillar geta valdið skaða í stór- og smáæðakerfi líkamans, leitt m.a. til vandamála í hjarta- og æðakerfi líkamans, nýrna-, tauga- og sjónkvilla og fótameins (WHO, 2020). Sykursýkismóttökur innan heilsugæslu eru hjúkrunarstýrðar móttökur sem almennt eru ætlaðar einstaklingum með T2DM. Þar sem þverfagleg teymisvinna hjúkrunarfræðings, læknis og hreyfistjóra er ráðlögð svo og aðkoma annarra fagaðila eftir því sem við á (Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu [ÞÍH], e.d.). Vinnuhópur á vegum ÞÍH vann leiðbeiningar út frá alþjóðlegum viðmiðum Bandarísku (American Diabetes Association [ADA] og Evrópsku sykursýkissamtakanna (European Association for the Study of Diabetes [EASD] en þær eru hugsaðar sem hagnýt aðstoð við að sinna skjólstæðingum með T2DM og aðstoða þá að ná meðferðarmarkmiðum. Helstu markmið móttökunnar eru að skjólstæðingar séu vel upplýstir og virkir þátttakendur í sinni meðferð og geti með því, í samráði við meðferðaraðila, tekið upplýstar ákvarðanir um meðferð á eigin sjúkdómi. Lögð er áhersla á að auka lífsgæði skjólstæðinga bæði til skemmri (einkenni hás blóðsykurs) og lengri tíma (fylgikvillar), með jákvæðum áhrifum á blóðsykur og aðra áhættuþætti eins og háar blóðfitur, háþrýsting og reykingar. Ásamt því að bæta þjónustu við skjólstæðinga með hjúkrunarstýrðum móttökum (ÞÍH, e.d.). Þetta samræmist viðmiðum bandarísku sykursýkissamtakanna um þjónustu við einstaklinga sem greinast með T2DM en samtökin leggja til að öllum sem greinast með T2DM sé boðin þátttaka í sérhæfðri móttöku og sé fylgt eftir árlega að minnsta kosti eftir að góðri sykurstjórn hefur verið náð (Davies o.fl., 2022). Höfundar MATTHILDUR BIRGISDÓTTIR Hjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi Háskólinn á Akureyri HAFDÍS SKÚLADÓTTIR Dósent Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri ÁRÚN K. SIGURÐARDÓTTIR Prófessor Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Deild mennta og vísinda Sjúkrahúsinu á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.