Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 79
77 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 (Blondal o.fl., 2022a; 2022b). Þessar niðurstöður styðja eindregið mikilvægi þess að skima kerfisbundið eldra fólk við innlögn á sjúkrastofnanir, óháð heilsufarsástandi þess og fylgja eftir með næringarfræðilegu mati og einstaklingsmiðaðri næringarmeðferð eftir útskrift (Schuetz o.fl., 2019). Ef litið er á aðlagaðan þyngdarstuðul frá Embætti landlæknis (2018) voru 15% (n=29) þátttakenda undir kjörþyngd (LÞS<23), helmingur (n=96) í kjörþyngd (LÞS 23-30) og 35% (n=67) í yfirþyngd eða með offitu (LÞS ≥ 30). Athygli vekur að í hópnum sem fær ≥3 stig í skimun fyrir áhættu á vannæringu og hefur LÞS ≥ 30 (n=22), glíma 86% (n=19) við ósjálfrátt þyngdartap og 23% (n=5) við viðvarandi lélega matarlyst eða ógleði. Rannsakendur höfðu ekki upplýsingar um lyfjanotkun þátttakenda og því ekki hægt að taka tillit til þess hvort skjólstæðingar með offitu hafi fengið megrunarlyfi ávísað eða ekki. Slíkt væri þó ekki í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis (2018) þar sem almennt er varað við þyngdartapi meðal aldraðra (Volkert o.fl., 2019). Tap á fitufríum massa getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og sjúkdómar eins og vöðvarýrnun og hrumleiki ganga almennt ekki til baka og geta versnað hratt við minnstu breytingu (Fan o.fl., 2021). Einnig eru vísbendingar um að hækkun á LÞS meðal eldra fólks tengist lægri dánartíðni samanborið við lækkun á LÞS (Javed o.fl., 2019). Því ætti að varast að setja eldra fólk í „megrun“ eða nýta megrunarlyf hjá þessum viðkvæma hópi. Vannæring er dulið vandamál hjá einstaklingum með LÞS≥30. Í rannsókn Thomsen o.fl., (2021) kom í ljós að sjúklingar með háan LÞS voru síður skimaðir fyrir áhættu á vannæringu en þeir sem voru með lágan LÞS. Það er því mikilvægt að fræða hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk sem starfar með fólki í yfirþyngd eða með offitu, og vinna gegn fitufordómum en viðhorf heilbrigðisstarfsfólks getur haft áhrif á þá þjónustu sem veitt er (Talumaa o.fl., 2022). Það er áskorun fyrir heimahjúkrun að sinna stækkandi hópi með vaxandi þjónustuþörf á meðan fjárveitingar eru af skornum skammti. Með vaxandi fjölda eldra fólks aukast stöðugt þær kröfur sem gerðar eru til heilbrigðis- og félagsþjónustu um að auka þjónustu við eldra fólk og um leið að tryggja gæði og hagkvæmni en vannæring meðal eldra fólks kostar samfélagið, heilbrigðiskerfið og einstaklinginn mikla fjármuni. Í Bretlandi er talið að kostnaður vegna vannæringar og næringarvandamála sem afleiðingu annars sjúkdómsástands sé um 15% kostnaðar heilbrigðiskerfisins (Smith o.fl., 2020). Það varpar ljósi á mikilvægi þess að greina og meðhöndla næringarvandamál því vannærðir einstaklingar kosta heilbrigðiskerfið þrisvar til fjórum sinnum meira en aðrir (Smith o.fl., 2020). Skimun fyrir áhættu á vannæringu er fljótlegt og einfalt áhættumat en því hefur ekki verið sinnt eins og ráðlagt er. Hefur það verið rakið til lélegrar vitundar, tímaskorts og vanþekkingar hjá hjúkrunarfræðingum og læknum en viðurkenning og meðferð við vannæringu hjá eldra fólki er óneitanlega áskorun, jafnvel þegar hún greinist snemma (Norman o.fl., 2021). Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að gera mat fyrir áhættu á vannæringu og vísa áfram í nauðsynleg úrræði vegna nálægðar við skjólstæðinga sína (Moyles, 2022). Nauðsynlegt er að efla menntun og fræðslu á þessu sviði ásamt því að vinna að öflugri teymisvinnu með næringarfræðingum og stuðla þannig að heilbrigðri öldrun ásamt farsælum og innihaldsríkum efri árum. STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR Helstu styrkleikar rannsóknarinnar felast í góðu samstarfi við starfsfólk heimahjúkrunar HSN, gögn fengust um alla skjólstæðinga sem uppfylltu sett skilyrði á stóru þjónustusvæði HSN. Einnig er það styrkleiki að gögnum er safnað af fagfólki sem bundið er þagnarskyldu og sama aðferð er notuð á öllum heilbrigðisstofnunum á landinu ef fleiri rannsóknir verða gerðar. Mælitækið „Mat fyrir áhættu á vannæringu“ er viðurkennt og þykir áreiðanlegt og réttmætt (Thorsdottir o.fl., 2001). Mælitækið hefur verið notað í rannsóknum á Landspítalnum síðan 2001 (Thorsdottir o.fl., 2001; 2005; Thorsdottir og Geirsdóttir, 2008). Mælitækið hefur einnig verið notað á öðrum á sjúkrastofnunum síðustu áratugi og því auðvelt að bera saman niðurstöður og meta árangur fræðslu og íhlutana. Aðaltakmörkun rannsóknarinnar er að rannsakendur höfðu einungis upplýsingar um niðurstöður matsins en það hefði styrkt rannsóknina að vera með frekari upplýsingar um lífsstíl, lyfjanotkun eða sjúkdóma þátttakenda. Til að mynda eru viðmiðin um sterkar líkur á vannæringu lægri hjá lungna- eða krabbameinssjúklingum eða ≥4 stig og því möguleiki að fleiri aðilar myndu skimast með sterkar líkur á vannæringu. Annar veikleiki rannsóknarinnar er að LÞS er ein af breytunum sem þarf að taka tillit til við matið en þessi stuðull hefur verið umdeildur þar sem hann gefur ekki upplýsingar um samsetningu á mismunandi vefjum líkamans. Þó gefur hann góðar vísbendingar til flokkunar á líkamsþyngd. Niðurstöður okkar sýna mikilvægi þess að einblína ekki á þetta gildi, matið í heild sinni er nauðsynleg til að meta næringarástand einstaklinga. ÁLYKTUN Niðurstöðurnar sýna að 36% (n=70) einstaklinga í sjálfstæðri búsetu á Akureyri með þjónustu frá heimahjúkrun eru með ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu. Þörf er á forvörnum og íhlutandi aðgerðum til að stuðla að fullnægjandi næringarinntekt eldra fólks í sjálfstæðri búsetu. Einnig ítreka niðurstöður rannsóknarinnar mikilvægi tilmæla Embættis landlæknis um að skima þennan hóp árlega fyrir áhættu á vannæringu og oftar ef þau eru metin með aukna áhættu fyrir vannæringu. ÞAKKIR Sérstakar þakkir fá Vísindasjóður Sjúkrahússins á Akureyri, Lýðheilsusjóður, deild mennta og vísinda á Sjúkrahúsinu á Akureyri, félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir veitta styrki við gerð rannsóknar og Bára Elísabet Dagsdóttir hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir tölfræðilega ráðgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.