Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 24
Þorbjörg Anna Steinarsdóttir hefur
starfað sem hjúkrunarfræðingur í
sex ár í sumar, fyrst eftir útskrift og
á meðan hún var í náminu starfaði
hún á bráðamóttökunni í Fossvogi,
ákvað svo að skipta alveg um hlutverk
innan heilbrigðiskerfisins og réði sig á
Heilsugæsluna á Selfossi. Þorbjörg hefur
komið að flestöllum sviðum í starfi sínu
á heilsugæslunni en ástríða hennar og
fókus er á heilsuvernd skólabarna.
Ég starfa sem skólahjúkrunarfræðingur í Sunnu-
lækjarskóla sem er stærsti grunnskólinn í Árborg.
Hér eru 672 nemendur í fyrsta til tíunda bekk.
Auk þess er hér í skólanum sérdeildin Setrið sem
hefur það hlutverk að veita nemendum með
sérþarfir á Suðurlandi fjölbreytt nám í hvetjandi
námsumhverfi, sem tekur mið af þörfum þeirra og
stöðu, í samvinnu við þeirra heimaskóla sem getur
verið annar en Sunnulækjarskóli. Þessum skóla
sinni ég í fullu starfi frá heilsugæslunni og er því
með viðveru þar alla virka daga.
Það er kannski óraunhæft að einn dagur í lífi
skólahjúkrunarfræðings geti gefið mjög glögga
mynd á umfangi starfsins en ætti þó að geta gefið
hugmynd um hvað starfið felur í sér. Hér eru engir
tveir dagar eins og mörgum verkefnum þarf að sinna
á einum skólavetri. Þó að verkefnið sé í grunninn
það sama, til dæmis varðandi fræðslu eða skimun,
þá eru alltaf nýir nemendur og hópar á hverju
skólaári. Það reynir mikið á fjölbreytta þekkingu,
hæfni í samskiptum, skipulag og sjálfstæð
vinnubrögð að vera skólahjúkrunarfræðingur.
Skólahjúkrunarfræðingur er aðeins sér á báti í
grunnskólanum sem starfsmaður heilsugæslunnar
og einn um verkin. Það er því mikilvægt að fá
stuðning og eiga samtal, bæði við annað starfsfólk
heilsugæslunnar, t.d. aðra skólahjúkrunarfræðinga
og eins starfsfólk skólans, til að koma í veg fyrir að
maður upplifi sig algjörlega einan. Mér finnst það
vera lykillinn að því að þrífast í þessu starfi að eiga
góð samskipti og vera í góðri samvinnu við aðra.
Markmið með heilsuvernd skólabarna er að
efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan
þeirra. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna
Va
kt
in
m
ín
Markmiðið er að efla
heilbrigði nemenda og stuðla
að vellíðan þeirra
-Þorbjörg Anna Steinarsdóttir
hjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Umsjón: Sigríður Elín Ásmundsdóttir