Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 67
65 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Siðfræði Allir þátttakendur fengu kynningarbréf um rannsóknina og skrifuðu undir upplýst samþykki um þátttöku áður en viðtölin hófust. Tekið var fram að frjálst væri að hætta þátttöku hvenær sem væri í ferlinu án útskýringa. Þátttakendum voru gefin rannsóknarnöfn og starfsaldri aðeins skipt í tvennt (tvö ár eða minna og meira en tvö ár) til að tryggja nafnleynd. Viðtölin voru tekin upp með leyfi þátttakenda og hljóðupptökum eytt strax eftir að viðtöl höfðu verið rituð upp. Rannsóknin var ekki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd. Farið var eftir lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (nr. 90/2018) og reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (nr. 286/2008) til að tryggja rétt þátttakenda. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður endurspegluðu reynslu hjúkrunarfræðinga af starfi teymisstjóra og hvaða þættir höfðu helst áhrif á störf þeirra innan heimahjúkrunar. Niðurstöður greininga leiddu til þriggja meginflokka: 1) Umfang starfsins sem lýsir því hvernig teymisstjórunum gekk að halda yfirsýn yfir þá þætti sem falla undir hlutverk teymisstjóra og hvernig þeim gekk að skilja á milli vinnu og einkalífs. 2) Flóknar starfsaðstæður sem vísa til síbreytilegs dagskipulags og mismunandi starfsaðstæðna á heimilum skjólstæðinga. 3) Stuðningur og skipulag sem lýsir upplifun teymisstjóra af innleiðingu og stuðningi í upphafi starfs til þess að takast á við áskoranir tengdar starfinu. Mynd 1 sýnir meginflokka og undirflokka. Umfang starfsins Að halda yfirsýn Teymisstjórarnir lýstu starfinu sem viðamiklu og krefjandi og í mörg horn að líta. Skipuleggja þurfti dagana fyrir starfsfólk teymisins, fylgjast með breytingum á hjúkrunarþörfum skjólstæðinga, sinna vitjunum ásamt því að vera í samskiptum við marga aðila á borð við aðrar heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu og ættingja skjólstæðinga. Eftir því sem teymin urðu stærri varð erfiðara að hafa yfirsýn yfir öll skjólstæðingsmál, skrá og uppfæra þjónustuþætti fyrir hvern aðila og koma upplýsingum áfram til teymismeðlima. Diljá sagði: „Þú getur ekki verið að halda utan um starfsfólkið og alla skjólstæðingana, það er bara ekki hægt“ og varð þá tilfinningin um að vera gleyma einhverju ráðandi. Bogga sagði: „Suma daga nær maður ekki höfðinu upp úr vatninu en aðra daga þá gengur þetta ótrúlega vel“. Þær sem höfðu verið lengst í starfi teymisstjóra fundu fyrir auknum umsvifum, fjöldi skjólstæðinga í hverju teymi hafði aukist, tíminn sem gafst til að sinna hverjum og einum var styttri og hjúkrunarþyngdin orðin meiri. Einn viðmælandi lýsti að þegar mest var hafði fjöldi skjólstæðinga farið upp í 90 manns í hans teymi. Samfara auknum umsvifum urðu verkefnin fleiri. Sem dæmi nefndu þeir að sinna RAI-mati (Heildrænt hjúkrunarheimilismat, e. InterRAI Homecare) fyrir alla nýja skjólstæðinga og svo endurmati eftir þrjá og sex mánuði. Það krefst ítarlegrar upplýsingaöflunar um skjólstæðinga og útfylling á þessu mati getur því verið tímafrek. Þeim þótti erfitt að ná að sinna RAI-mati á réttum tíma, auk allra annarra verkefna sem þurfti að sinna. Leitast var við að hafa hjúkrunarfræðinga aukalega á vakt til að geta sinnt þeim vitjunum þar sem þörf var á hjúkrunarfræðingi til að létta á vitjanabyrði teymisstjóra. Allir viðmælendur voru á einu máli um mikilvægi þessarar aðstoðar en fram kom að aukalegur hjúkrunarfræðingur væri sjaldan til staðar þótt vaktaskýrsla gerði ráð fyrir því. Teymisstjórar upplifðu sig sjaldan geta treyst á að nauðsynleg mönnun væri til staðar og voru sífellt í viðbragðsstöðu til að taka á sig vitjanir og verkefni sem varð að sinna innan teymisins og jafnvel afleysingu fyrir systrateymið, auk daglegrar stjórnunar. Það þýðir að teymisstjórar þurftu að auki að þekkja málefni systrateymisins til þess að geta leyst þar af ef á þurfti að halda. Gróa lýsti vel álaginu sem þessu fylgdi: Já þá finnur maður, til dæmis, ef eru veikindi, ef annar teymisstjórinn dettur út að það er miklu meira álag. Þó að ég þekki teymið þá man ég ekkert endilega þjónustuþörfina hjá skjólstæðingunum og þetta er mikið álag. Ég myndi ekki meika að vera lengi ein með tvö teymi. Teymisstjórarnir upplifðu þó flestir stuðning frá systrateyminu sínu og sögðu gott að geta rætt ýmis skjólstæðingsmál við hinn teymisstjórann, skiptast á skoðunum varðandi skipulag og fá aðstoð. Hins vegar þótti þeim illgerlegt að leysa hvorn annan af til lengri tíma til dæmis vegna sumarfría. Lína deildi reynslu sinni: Mér finnst það bara ekki gott og ef ég á að segja alveg eins og er þá kvíði ég fyrir sumrinu því í fyrsta lagi fáum við bara fjórar vikur og þurfa svo að vera með tvöfaldan fjölda af skjólstæðingum í fjórar vikur þegar við erum að vinna. Það bara liggur við að maður nenni þá bara ekki að vera í sumarfrí. Að taka vinnuna með heim Umfang starfsins og sú rökleiðsla sem fór fram við að finna lausnir og halda utan um nauðsynlegar upplýsingar varð til þess að flestir teymisstjórarnir áttu erfitt með að hafa jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Diljá tók fram að það væri misjafnlega mikið sem hún tæki vinnuna með sér heim en fann fyrir því að ef mál skjólstæðinga voru erfið, eins og að glíma við krabbamein, þá ætti hún erfitt með að skilja slíkt eftir í vinnunni í lok dags. Fanney hafði á orði að sem teymisstjóri væri hún í vinnunni allan sólarhringinn en með tímanum væri hún meðvitaðri um að setja sér mörk. Þrátt fyrir það átti hún samt sem áður í erfiðleikum með að skilja að vinnu og einkalíf og lýsti því svo: Það er kannski bara þetta að vera aldrei alveg laus úr vinnunni, að vera alltaf með hausinn svolítið fastan hérna, mér finnst það svolítið mikið og stór „challenge“. Hjá þremur teymisstjórunum var tilfinningin að vera alltaf í vinnunni það sterk að það truflaði nætursvefn eða samverustundir með fjölskyldunni, sérstaklega ef þeim fannst þeir vera að gleyma einhverju í tengslum við vinnuna. Hanna og Ingibjörg bentu á að teymisstjórar bæru alla ábyrgð og væru einir með mikið af Mynd 1. Meginflokkar og undirflokkar. 1. Umfang starfsins - Að halda yfirsýn - Að taka vinnuna með heim 2. Flókin vinnuaðstaða - Að takast á við dagskipulagið - Að takast á við mismunandi aðstæður á heimilum 3. Stuðningur og skipulag - Að fá aðlögun í upphafi starfs - Að fá stuðning í starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.