Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 32
Viðtal 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 „Þetta er draumastarfið mitt“ Fann sig á gjörgæslunni Það var í raun tilviljun sem réði því að Sjöfn fór í hjúkrunarfræði. Það tók tíma að finna sig í hjúkrun en námið fannst henni þó áhugavert. „Heimspeki, lífeðlisfræði og efnafræði voru greinar sem vöktu áhuga hjá mér. Ég drakk í mig þessi fög og fannst þau skemmtileg. Ég var þó alltaf aðeins óviss með námið en á fjórða ári tók ég ákvörðun um að klára það. Að lokum fann ég svo mína hillu í hjúkrun þegar ég hóf störf á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir útskrift. Ég sá ekki fyrir mér að ég myndi vinna við hjúkrun fyrr en ég byrjaði á gjörgæslunni,“ segir Sjöfn og bætir við að hún hafi ekki haft neinar fyrirmyndir í hjúkrun í sínu nærumhverfi. „Ég vann þar til ársins 1996 og þetta voru frábær ár en ég var með lítil börn og átti þess vegna erfitt með að vera í vaktavinnu. Ég var ánægð í vinnunni og langaði virkilega að starfa þar áfram en það gekk ekki upp. Í kjölfarið fór ég að vinna hjá GKS húsgögnum, sem seldi meðal annars skrifstofuhúsgögn. Starf mitt þar fólst í að leiðbeina fólki í skrifstofustörfum varðandi líkamsbeitingu. Ég var ráðgefandi varðandi vinnuaðstöðu og skrifaði bækling um líkamsbeitingu. Eftir eitt til tvö ár þar fór ég að hugsa mér til hreyfings og tók að starfa hjá fyrirtækinu Heilsuvernd sem var fjölbreytt og skemmtilegt. Meðal annars sá ég um líkamsbeitingar- og skyndihjálparnámskeið, auk fræðslufyrirlestra um hjarta- og æðasjúkdóma. Þá var í boði ráðgjafarþjónusta fyrir ýmis fyrirtæki sem vildu bjóða starfsfólki sínu ráðgjöf í veikindum og sinnti ég því,“ segir Sjöfn. Á næsta vinnustað fékk hún svo færi á að nýta reynslu sína af gjörgæslunni. „Eftir að hafa starfað hjá Heilsuvernd í nokkur ár sá ég auglýsingu frá nýsköpunarfyrirtæki sem hét Taugagreining, þar sem auglýst var eftir gjörgæsluhjúkrunarfræðingi. Fyrirtækið hafði verið að þróa heilalínurit til greiningar á flogavirkni og vildu koma því í notkun inn á gjörgæslur. Þetta fannst mér strax góð hugmynd.“ Fannst oft skorta upplýsingar um heilastarfsemi hjá alvarlega veikum Þegar þarna er komið við sögu voru liðin átta ár frá því að Sjöfn hætti á gjörgæslunni en hugurinn leitaði alltaf þangað. „Ég hugsaði til baka um tímann sem ég starfaði á gjörgæslunni og var minnisstætt að hafa hugsað til dæmis um fjöláverka sjúklinga sem voru hjá okkur í nokkra daga eða vikur og það kom kannski ekki í ljós fyrr en eftir einhvern tíma að þeir væru með skerta heilastarfsemi. Þá var farið að leggja mat á heilastarfsemina og stundum kom í ljós að hún var verulega skert og erfitt að segja til um hvort skaðinn hafði orðið í legunni eða slysinu. Mér fannst oft skorta upplýsingar um heilastarfsemina hjá alvarlega veikum sjúklingum. Auðvitað er og var hægt að fara í myndrannsóknir en þær segja okkur hvernig heilavefurinn lítur út en veita minni upplýsingar um heilastarfsemina sjálfa,“ bendir Sjöfn réttilega á. Hún bætir við að á þessum tíma hafi verið vitað að heilalínurit gætu komið að gagni við að meta heilastarfsemi og hvort viðkomandi væri í hættu. Sjöfn fékk starfið hjá Taugagreiningu og lýsir starfsumhverfi sem var henni ekki kunnugt: „Ég fékk starfið, þetta var hugbúnaðarfyrirtæki í eigu læknis og flest sem unnu þarna voru tölvunarfræðingar og hugbúnaðarverkfræðingar svo þetta var mjög framandi starfsumhverfi fyrir mig.“ Á ferð og flugi í krefjandi starfsumhverfi Sjöfn segist hafa lesið vísindagreinar um heilalínurit mánuðum saman til að koma sér inn í fræðin og lýsir fyrstu mánuðunum í starfi sem mikilli brekku. „Í framhaldinu ferðaðist ég svo um allan heim, heimsótti sjúkrahús og ræddi við heilbrigðisstarfsfólk um hvort vit væri í því að nota heilalínurit á gjörgæslum. Mest var ég á ferðalögum í Skandinavíu, Bandaríkjunum, Hollandi og svo var ég mikið í Asíu,“ segir Sjöfn með heimsborgarabrag. Árangurinn af þessum miklu ferðalögum lét ekki á sér standa og reynsla Sjafnar í heilalínuritum jókst jafnt og þétt. „Við náðum miklum árangri á þessu sviði og vörumerkið Nervus er enn í dag vel þekkt. Við seldum tækin ekki beint sjálf heldur vorum með umboðsmenn um allan heim. Mitt hlutverk var að kenna þeim á hugbúnaðinn og halda erindi um tilgang þess að nota heilalínurit, þannig að ég hef verið að velkjast um í þessum heimi í mörg ár,“ segir hún og tekur fram að þótt starfið hafi tekið sinn toll hafi það sömuleiðis verið gefandi. „Svo gerðist það að bandarískt fyrirtæki fékk áhuga á okkur og fyrirtækið var selt þangað. Það þýddi að ég var enn meira á ferðinni. Mig minnir að eitt árið hafi ég verið 250 daga í útlöndum sem var of mikið. Þetta var frábær skóli, ég lærði ótrúlega mikið, heimsótti sjúkrahús um allan heim og kynntist alls konar fólki,“ segir Sjöfn með þakklæti en viðurkennir að á þessum tímapunkti í lífinu hafi það verið mikið púsl að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs. „Það var eiginlega auðveldara að ferðast um allan heim heldur en að vera á vöktum á gjörgæslunni með tilliti til þess að það var flóknara að fá pössun fyrir kvöldvakt eða um helgar heldur en Sjöfn Kjartansdóttir er hjúkrunarfræðingur sem starfaði á gjörgæsludeild fyrstu árin eftir útskrift úr hjúkrun árið 1992. Samspil vaktavinnu og fjölskyldulífs gekk illa árin eftir útskrift, sem varð á endanum til þess að hún söðlaði um og fór í dagvinnu. Hún hefur átt farsælan ferli sem hefur að mestu leyti snúist um að vinna við að þróa og kynna notkun heilasírita hjá gjörgæslusjúklingum. Fyrir nokkrum árum stóð Sjöfn á tímamótum á starfsferlinum og fann að þá væri rétti tíminn til að snúa til baka á gólfið. Það reyndist svo sannarlega rétt ákvörðun enda hefur Sjöfn sjaldan verið jafn ánægð í starfi og núna en hún starfar á gjörgæslunni í Fossvogi. Sjöfn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Texti: Sölvi Sveinsson | Myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.