Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 47
45
Ritrýnd grein | Peer review
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024
AÐFERÐ
Til að svara rannsóknarspurningunni var valin eigindleg rann-
sóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði þar sem horft var
á upplifun einstaklingsins af reynslu hormónauppbótarmeðferðar
á breytingaskeiði. Hugmyndafræði fyrirbærafræði sem rann-
sóknaraðferð felst í að skilja einstaklinginn, reynslu hans og sjá
lífið eins og hann sér það. Rannsóknarferlið í Vancouver-skólanum
er ákveðið ferli sem byggist á sjö meginþáttum (Sjá mynd 1)
(Sigríður Halldórsdóttir, 2021).
Þátttakendur
Notast var við tilgangsúrtak við val á þátttakendum og er helsti
kostur þessarar úrtaksaðferðar að hún er einföld í notkun en
ókostur er að ekki er hægt að segja hvort úrtakið sé dæmigert
fyrir hópinn og því erfitt að yfirfæra niðurstöður yfir á allt þýðið
(Hjördís Sigursteinsdóttir, 2021). Auglýst var eftir þátttakendum
á Facebook-hóp sem kallast Breytingaskeiðið. Tuttugu og fimm
þátttakendur buðu sig fram og fyrstu 12 sem höfðu samband og
uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku voru valdir í úrtakið. Skilyrði fyrir
þátttöku var að konur væru komnar á breytingaskeiðið og hefðu
verið á hormónum í 3-24 mánuði. Þátttakendur urðu að vera á
aldrinum 45-55 ára.
Gagnasöfnun og greining gagna
Gagnasöfnun og gagnagreining fór fram samhliða en það var gert
samkvæmt Vancouver-skóla aðferðinni. Rannsóknargögnum
var safnað með því að nota hálfstaðlaðan viðtalsramma og
í viðtölunum var reynt að ná ákveðinni dýpt í samræður um
viðfangsefnið. Viðtalsramminn samanstóð af átta opnum
spurningum. Upphafsspurning viðtalsins var; fannst þú fyrir
einhverjum líkamlegum einkennum sem þú upplifðir í tengslum
við breytingaskeiðið áður en þú byrjaðir að taka hormón og
getur þú sagt mér frá þeim einkennum? Síðar var spurt um hvort
konurnar hefðu fundið fyrir, annars vegar breytingu á líkamlegri
líðan og hins vegar á andlegri líðan eftir að þær hófu inntöku
hormóna. Einn höfundur tók öll viðtölin, en allir höfundar komu
að gagnagreiningu. Virkri hlustun var beitt í viðtölum sem þýðir
að reynt var að skilja bæði tilfinningar og það sem viðmælandinn
segir. Borin var virðing fyrir hverjum og einum þátttakanda og
reynt að mynda gott traust milli viðmælenda og rannsakanda.
Rannsakandi sýndi heiðarleika og einlægni sem er mikilvægur
þáttur í viðtölum eigindlegra rannsókna (Helga Jónsdóttir, 2021).
Gagnagreining var gerð samkvæmt tólf þrepum Vancouver-skólans
(Tafla 1). Í byrjun var tekið eitt einstaklingsviðtal við hvern
þátttakanda, samtals 12 viðtöl. Viðtölin voru tekin á tveggja
mánaða tímabili. Hvert viðtal tók 34–68 mínútur. Viðtölin voru
skrifuð upp orðrétt og þess gætt að ekki væri hægt að persónugreina
þau og var nöfnum þátttakenda breytt ásamt ýmsum staðháttum.
Þátttakendur fengu að ráða hvar viðtöl færu fram. Þrír þátttakendur
völdu stað sem rannsakandinn bauð upp á, þrjú viðtöl fóru fram á
heimilum þátttakenda og sjö viðtöl voru tekin með myndsamtali.
Viðtöl með aðstoð tölvutækninnar hafa notið vaxandi vinsælda
undanfarið. Kostir tölvustuddra viðtala er að rannsakandinn
og þátttakandinn geta verið í gagnvirkum samskiptum óháð
staðsetningu, þarf af leiðandi getur þátttakandinn búið hvar
sem er á landinu eða í öðru landi. Rannsakandinn getur einnig
greint svipbrigði þátttakandans í gegnum myndsamtalið (Helga
Jónsdóttir, 2021). Til viðbótar var tekið eitt viðtal símleiðis við
ellefu þátttakendur þar sem meginþemu og undirþemu viðtals
voru útskýrð og heildargreiningarlíkan borið undir þátttakendur.
Réttmæti og áreiðanleiki
Til að auka trúverðugleika rannsóknar var öllum þrepum
Vancouver-skólans fylgt eftir. Rannsakandi hélt rannsóknar-
dagbók og ígrundaði hvert viðtal. Rannsóknargögn voru aftur
lesin eftir mótun heildargreiningarlíkans og var haft samband við
ellefu þátttakendur til staðfestingar á réttri túlkun rannsakanda.
Í niðurstöðum var vitnað beint í þátttakendur til að auka innra
réttmæti rannsóknar.
Rannsóknarsiðfræði
Vísindasiðanefnd staðfesti símleiðis að ekki þyrfti leyfi hennar
fyrir rannsókninni. Þátttakendur tilheyra ekki viðkvæmum hópi
og taldi rannsakandi ekki líkur á að þessi rannsókn myndi valda
þátttakendum vanlíðan og engin áhætta var fólgin í þátttöku.
Rannsakandi tryggði siðferðilega hagsmuni þátttakenda með
því að afhenda þátttakendum kynningarbréf með kynningu á
rannsóknarefni, tilgangi rannsóknar og hvernig niðurstöður yrðu
birtar. Þátttakendur skrifuðu einnig undir upplýst samþykki.
NIÐURSTÖÐUR
Þátttakendur voru samtals tólf konur á aldrinum 45-53 ára sem
höfðu verið á hormónauppbótarmeðferð í 3-24 mánuði. Yfirþema
rannsóknarinnar Mér fannst ég verða aftur ég sjálf lýsir reynslu
þátttakenda af þeim breytingum sem urðu á líðan þeirra eftir
að þær byrjuðu að taka inn hormóna. Þátttakendur í rannsókn
áttu það sameiginlegt að upplifa, að eftir að þær byrjuðu á
hormónauppbótarmeðferð endurheimtu þær það líf sem þær
áttu áður. Bára sagði til dæmis: „Ég bara finn það að ég er búin að
endurheimta gömlu mig … Ég er orðin ég sjálf aftur. Manneskja
sem þú veist að gat gert alveg fullt af hlutum.“
Alls voru greind sex meginþemu: Líkaminn varð aftur eins og ég
þekkti hann; Það kviknaði aftur á mér; Félagslegu tengslin byggð
upp; Eftirsjá að tímanum sem ég missti; Virk hlustun og samskipti
og Þetta þroskar mann. Að lokum voru greind nokkur undirþemu
undir hverju meginþema, mynd 2.
Að vera
kyrr
1.
Að
ígrunda
2.
Að koma
auga á
3.
Að velja4.Að túlka5.
Að ræða
saman
6.
Að
sannreyna
7.
Mynd 1. Vitrænn vinnuferill Vancouver-skólans í fyrirbærafræði.