Goðasteinn - 01.09.1993, Page 22
bréf það, er þeir höfðu áður gefið síra Jóni Arasyni og kjósa síra
Jón Einarsson sem nýtt biskupsefni. Fáeinir prestar falla frá
stuðningi við síra Jón Arason, en þeir vilja þó ekki láta fara fram
nýtt biskupskjör.
IV
Næsta vor, 1524, gjörir Ögmundur lokatilraunina til að sigra
síra Jón Arason. Hann ritar bréf til páfa um deilur sínar við hann,
en enginn árangur sést af þeirri bréfritun. Jafnframt sendir hann
síra Jón Einarsson og síra Hall Þorsteinsson á fund hins nýja erki-
biskups, Ólafs Engilbrektssonar, til að reka erindi sín. Tefldi
biskup síra Jóni Einarssyni fram sem biskupsefni á Hólum gegn
síra Jóni Arasyni, þótt hann hefði ekkert kjörbréf fengið frá prest-
um biskupsdæmisins, en síra Hallur átti að reyna að fá veitingu
fyrir Oddastað.
En allt kemur fyrir ekki. Deilumálin koma fyrir dóm í
Björgvin. Þar fellur dómur síra Jóni Arasyni í vil. Litlu síðar fær
síra Jón Arason biskupsvígslu.
Síra Jón Einarsson fékk ekki Hólastól. Þó virðast þeir nafnar
skiljast sem beztu vinir, svo sem síðari samskipti þeirra bera með
sér. Magnús Björnsson Jónssonar biskups Arasonar gefur hik-
laust í skyn í ritgjörð sinni um afa sinn og siðbótina á Hólum, að
samningar hafi tekizt með þeim í Noregi: ,,Og fékk síra Jón Ara-
son þá biskupsdæmi, en Oddastað í Skálholtsstifti fyrir síra Jón
Einarsson. Og þaðan í frá voru þeir sem beztu ástvinir allt til
þeirra dauðadags.“
Þessi frásaga er tvímælalaust rétt. Síra Jón Arason hafði áður
haft veitingu fyrir Oddanum og hefur hjálpað síra Jóni Einarssyni
til að fá staðinn eftir sig. Má telja vafalítið, að orð Jóns biskups
Arasonar megi sín meira hjá erkibiskupi en meðmæli Ögmundar
biskups með síra Halli Þorsteinssyni. Oddi hefur verið síra Jóni
Einarssyni nokkur raunbót, fyrst hann missti af Hólastóli.
Um vináttu þeirra nafnanna upp frá þessu frá þessu þarf ekki
að efast. Má geta þess, að síra Jón Einarsson er viðstaddur brúð-
kaup Helgu Jónsdóttur og Eyjólfs í Dal Einarssonar, sem haldið
er heima á Hólum. Er hann nefndur meðal votta að kaupmála
20
Goðasteinn