Goðasteinn - 01.09.1993, Page 23
þeirra hjóna 30. nóvember 1531. Og þegar síra Magnús Jónsson
á Grenjaðarstað tekur Kristínu Vigfúsdóttur, hirðstjóra á Hlíðar-
enda Erlendssonar, sér til fylgilags 4. september 1533, gefur Jón
biskup Arason jarðir fyrir son sinn, og þá er síra Jón Einarsson
enn viðstaddur og talinn meðal fremstu votta. Benda þessi dæmi
til vináttu, sem haldizt hefur allt til dauðadags enda gæti óvinátta
Ögmundar biskups við síra Jón F.inarsson einmitt að nokkru
stafað af þessari vináttu.
Þó er rétt að nefna, að bréf frá alþingi til Friðriks konungs I.
dagsett 30. júní 1530 er með hendi síra Jóns Einarssonar, sam-
kvæmt mati Árna Magnússonar í bréfaskrá, 3. lið, en í því bréfi
er Ara Jónssyni hafnað sem lögmanni. Ætla má, að síra Jón hafi
verið fenginn til að skrifa bréfið, af því að hann hefur kunnað
hrafl í dönsku. Bréfritunin gæti bent til minni vináttu en talin
hefur verið þeirra í milli.
V
Eftir þessi málalok í Noregi kemur síra Jón Einarsson ekkert
við bréf eða gjörninga á Islandi í fjögur ár eða ekki fyrr en 23.
marz 1528. Ekkert er vitað með vissu, hvar síra Jón Einarsson
hefur dvalizt þennan tíma eða hvað á daga hans hefur drifið. Þó
ntá telja líklegt, að hann hafi dvalizt ytra lengst af þessu tímabili
eða fram á sumar eða haust 1527. Til staðfestingar þessu má benda
á að síra Jóns er að engu getið í kaupmálabréfi, sem gjört er við
brúðkaup Þórunnar systur hans 12. nóvember 1526, þótt hann
hins vegar virðist vera höfuð ættar sinnar. Síðar aftur á móti,
þegar þessi sama systir hans lendir í deilum út af arfsmálum, er
það síra Jón, sem tekur að sér mál hennar.
Til hins sama benda deilur hans við Ögmund biskup, sem koma
til dóms í júní 1528. Um hvað standa þær deilur? Athugum nánar,
hvað í dómnum segir:
,, . ..vorum vér í dóm nefndir af ærlegum herra og andleg-
umföður, herra Ögmundi með Guðs náð biskup í Skálholti, að
skoða og rannsaka og fullnaðardóm á að leggja, hverja með-
gjörð honum eður öðrum löglegum Skálholsbiskupum bæri að
Goðasteinn
21