Goðasteinn - 01.09.1993, Page 24
hafa yfir Oddastað eða öðnun þeim, er erkibiskupsveizla er á
í Skálholtsbiskupsdœmi, þá rannsökuðum vér þetta mál frá
upphafi og til enda, og kunnum vér hvergi að finna annað í
gömlu registri heilagrar Skálholts kirkju, en Skálholtsbiskup-
ar hafi alla lögsögu yfir þeirri kirkju haft sem öllum öðrum
þeim, er í Skálholtsbiskupsdœmi liggja, því að heilags anda
náð vor kallaðri, að svo prófuðu ogfyrir oss komnu, dæmdum
vér áðurskrifaðir dómsmenn með fidlu dóms atk\>œði áður
skrifaðan herra Ögmund hafa mátt réttilega taka að sér Odda-
stað með þeirri innistœðu, sem honum tilheyrði, og setja þar
ræktara og ráðsmann fyrir og kennimenn, Guðs tíðum að
halda, svara skurði öllum og eignast ávöxt allan, bítala allar
löglegar skuldir og gjalda aftursvo mikla innistæðu, sem hann
tók. Væru og nokkrir þeir, sem ranglega hefðu haft frá kirkj-
unni, þá skyldi biskupinn auðveldlega gjöra þeim lög og rétt,
sem löglegur eignarmaður af erkibiskupsins hendi, og þvíleizt
oss öllum æ jafnan vera eiga. Því leizt oss með engu móti stað-
irnir ráðstafalausir blífa mega.“
Hér er sagt, að Skálholtsbiskup hafi leyfi til, og sé beinlínis
skylt, að sjá til, að kirkjustaðir séu ekki forsjárlausir. Þess vegna
verði hann að skipa þar fbrstöðumenn, ef staðarhaldari er fjarver-
andi. Þetta gildir jafnt um staði, sem erkibiskup veitir og aðra.
Þetta hefur Ögmundur gjört í Odda, því að staðurinn hefði öðrum
kosti verið forsjárlaus næstliðin fjögur ár. Ögmundur véfengir á
engan hátt skýlausan rétt erkibiskups til að veita staðinn.
Dómurinn segir berurn orðum, að síra Jón Einarsson, sem
hafði erkibiskupsveitingu á staðnum, hafi verið fjarverandi í fjög-
ur ár og ekki veitt staðnum neina forstöðu.
Hér er fengin sönnun þess, að síra Jón Einarsson hefur dvalizt
erlendis þennan tíma. Þess vegna sat hann ekki staðinn. Hann
hefur komið heim til íslands haustið 1527, eftir þriggja ára fjar-
veru. Enginn efi er á því, að síra Jón notar þessi ár ytra til að
menntast og ferðast um. Má telja líklegt. að hann hafi komið til
Þýzkalands og kynnzt siðbótinni þar, en hún breiddist ófluga út
um landið. Hafi síra Jón Einarsson snúizt til fylgis við siðbótina.
22
Goðasteinn