Goðasteinn - 01.09.1993, Side 25
hefur það verið á þessum árum. Hann væri þá fyrsti íslenzki
maðurinn, sem vitað væri um, að gjörzt hefði fylgjandi siðbót-
inni.
VI
Þegar síra Jón Einarsson kemur til íslands, sennilega haustið
1527, fer hann í Skálholt. Hann haföi að vísu erkibiskupsveitingu
fyrir Odda, en þangað gat hann ekki farið fyrr en í næstu fardög-
um eða í maílok 1528. Hann dvelst því í Skálholti þennan vetur,
enda hafði hann eflaust átt þar búsetu, áður en hann fór utan, allt
frá því hann sleppti Reykholti 1518. Sennilega hefur hann verið
ritari Ögmundar eða unnið fyrir hann, því að auk þess sem hann
er vottur í Skálholti 23. marz 1528, er til bréf frá 3. apríl 1528,
sem ritað er með hendi síra Jóns Einarssonar. Bréf þetta er í Forn-
bréfasafni talið ritað með hendi Ögmundar biskups, en það er
rangt. Stefán magister Karlsson hefur bent mér á, að þetta bréf
er með sömu hendi og þau önnur bréf, sem Arni prófessor
Magnússon hefur sýnt fram á með gildum rökum, að síra Jón
Einarsson hafi ritað.
Um vorið, þegar síra Jón Einarsson tekur við Odda, verður
ágreiningur með honum og Ögmundi biskupi út af tekjum staðar-
ins seinustu fjögur árin. Síra Jón gjörir kröfu til þess, að þær verði
greiddar til sín, en Ögmundur biskup telur, að hann hafi mátt
hirða tekjur staðarins, enda haft hann útvegað staðnum forsjá í
fjarveru síra Jóns. Urn það fjallar fyrrnefndur dómur frá 8.júní.
Síra Jón Einarsson er óánægður með þessi málalok. Birtir hann
opið bréf, þar sem hann kærir yfir yfirgangi Ögmundar biskups
við sig. Kærur hans eru fjórar:
1) Ögmundur biskup hefur dregið undir sig , .allan ávöxt heilagr-
ar Oddakirkju í næstu forliðin íjögur ár.“
2) Ögmundur heldur tveimur jörðum fyrir Oddastað.
3) Ögmundur hefur látið dóm presta og leikmanna dæma um
peninga og innistæður Oddastaðar.
4) „Oddastaður hefur enn ekki sína fulla innistæðu sem honum
ber og til heyrir. Hér á ofan leggjast á mig hatur og öfund fyrir
Goðasteinn
23