Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 28
b) Þá er sagt, að Ögmundur hafi veitt síra Jóni Oddann. Það er
ekki rétt, því að erkibiskup veitti honum staðinn.
Þessar skekkjur draga úr gildi heimildarinnar. Þrátt fyrir það
gæti, verið, að meginefni sögunnar væri rétt og síra Jón hafi
prédikað gegn ákalli dýrlinga að hætti siðbótarmanna, annað-
hvort í kirkjunni í Skálholti veturinn 1527—8 eða í kirkjunni í
Odda fljótlega eftir að hann settist þar að.
Ég vil nú rekja helztu ástæður þess, að ég tel það ekki fáist stað-
izt:
1) Síra Jón Egilsson getur ekkert um deilur þeirra biskupanna
Ögmundar Pálssonar og Jóns Arasonar. Hins vegar veit hann um
deilur Ögmundar og síra Jóns Einarssonar, en þekkir þó næsta lít-
ið frekari sögu síra Jóns. Hann veit ekkert unt, að hann hafði verið
biskupsefni Ögmundar gegn Jóni biskupi Arasyni. Þar af leiðandi
veit hann ekkert um málalok í Noregi 1524, þar sem síra Jón fékk
veitingu erkibiskups fyrir Oddanum. Hann virðist ekki heldur
vita um deilur biskups og síra Jóns um Oddann, heldur snýr hlut-
unum alveg við, er hann telur Ögmund biskup veita honum Odd-
ann. Af þessu má augljóst vera, að síra Jón Egilsson getur ekki
talizt góður eða öruggur heimildarmaður unt sögu síra Jóns
Einarssonar og viðskipti hans við Ögmund biskup.
2) Ef síra Jón Einarsson hefði gjört sig beran að opinberu fylgi
við siðbót Lúters og prédikað í anda hennar, þá er engum efa und-
irorpið, að Ögmundur hefði ákært hann fyrir trúvillu í deilum sin-
unt við hann. Hvernig hefði síra Jón þá getað vænzt fylgis og að-
stoðar erkibiskups gegn Ögmundi, hinum rómversk-katólska
biskupi?
3) Áður er lítillega minnzt á deilur Ögmundar biskups við síra
Þórð Einarsson í Hítardal, bróður síra Jóns. Síra Jón dregst inn
í þærdeilur, ener gjört að vinna eið að sakleysi sínu. Virðist hann
hafa gjört það, því að hans getur ekki framar í þeim.
En um hvað stóðu þessar deilu? Klerkadómur sá, sem
Ögmundur biskup tilnefnir til að úrskurða um málið, segir svo:
,, ...biskupinn klagaði til síra Jóns Einarssonar, að hann hefði
verið í gjörð og ráðum með síra Þórði Einarssyni, bróður sínum,
að gjöra það forrægingarbréf, er hann hafði gjört upp á biskupinn
26
Goðasteinn