Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 30
biskupi, eftir að deilum þeirra um Oddann lauk. Augljóst er, að
eftir 1530 er síra Jón einn nánasti vinur og trúnaðarmaður
Ögmundar biskups. Á alþingi 1534 útnefna síra Jón og Sigmund-
ur Eyjólfsson, systursonur Ögmundar, sarnan dóm á vegum
biskups. Síðar sama sumar er síra Jón á yfirreið með Ögmundi
á Vestfjörðum, því að þar kemur hann víða við bréf og dóma.
Tveimur árum síðar virðist hann enn vera með biskupi á Vest-
fjörðum. 2. janúar 1537 er síra Jón staddur í Skálholti og situr í
dómi, útnefndum af Ögmundi biskupi.
Síra Jón kemur við bréf og gjörninga allt fram til alþingis sum-
arið 1539. Þannig virðist auðsætt, að engin snurða hefur hlaupið
á þráðinnn milli þeirra biskups, eftir að deilunum um Odda lauk.
Er augljóst, að síra Jón hefur verið í hópi höfuðklerka Ögmundar
biskups öll þessi ár.
Til er bréf frá Gizuri Einarssyni, stílað til Jóns prests Einars-
sonar. Bréfið er frekar efnislítiö, en af því má þó ráða, að viðtak-
andi sé fylgjandi siðbótinni. Það hefur verið talið, að bréf þetta
muni vera ritað til síra Jóns Einarssonar í Odda. Það gæti vel ver-
ið. Hitt þykir mér fullt eins líklegt, að fyrrnefnt bréf sé stílað til
síra Jóns Einarssonar, bróður Gizurar. En úr því fæst sennilega
aldrei skorið með fullri vissu.
Um dánarár síra Jóns er ekki vitað, en sterkar líkur má leiða
að því, að hann andist síðla árs 1539 eða a.m.k. hafi hann þá verið
orðinn mjög aldraður og lítt fær til ferða. Eftir sumarið 1539 kem-
ur hann hvergi við sögu, svo að vitað sé. Auðvitað nær engri átt
það, sem segir í Skarðsárannál, að síra Jón hafi andazt í Noregi
1524.
Heimildir
Björn Jónsson á Skarðsá: Annálar Biörns a Skarðsa. Sive Annales Biörnonis de Skarðsa
... I.—II. Hrappsey 1774-5.
Bogi Benediktsson: Sýslumannaævir með skýringum og viðaukum eftir Jón Pétursson og
Hannes Þorsteinsson. II.—III. b. Reykjavík 1889—1908.
Diplomatarium Islandicum — íslenzkt fornbréfasafn. I. bindi og áfram. Kaupmannahöfn
og Reykjavík 1856—1972.
Diplomatarium Norvegicum, XVII og XVIIB. bind. Christiania 1902—13.
Finnus Johanneus: Historia Ecclesiastica Islandiæ II.—III. bindi. Hafniæ 1774—5.
Guðbrandur Jónsson: Herra Jón Arason. Reykjavík 1950.
28
Goðasteirtn