Goðasteinn - 01.09.1993, Page 33
Hér verður einungis fjallað í stuttu máli um fimm jarðfræðilega
þætti, sem áhrif hafa á landkosti: Sand og ösku í jarðvegi, jarð-
vatn og gróðurfar, aðgang að neysluvatni og þurr bæjarstæði,
strandmótun og loks áhrif jarðfræði og vatnafræði á hefðbundnar
samgöngur.
Jarðvegurinn er lífgrunnur gróðursins
Hér á landi er jarðvegur mjög ríkur að eldfjallaösku og sandi,
miðað við það sem erlendis tíðkast, og þó því meir, sem nær dreg-
ur mikilvirkum eldstöðvum. Sem dæmi má nefna, að aska í þurr-
um mó á Vesturlandi er iðulega 15—30 % en 45—60 % í mó í Holt-
um í Rangárþingi (meira þarf af svo öskuríkum mó til kyndingar
og askan verður enn meiri.) Öskuríkur jarðvegur er grófari í
korni og lausari í sér, heldur en jarðvegur, sem er ríkari af lífræn-
um leifum. Lekt (permeabilitet) hans er meiri, þ.e. vatn rennur
greiðar í gegnum hann og tollir verr í honum. Slíkum jarðvegi er
því hættara við þurrki, en fíngerðari jarðvegi. Gróðurfar dregur
svo dám af því, en plöntur þola þurrk misvel.
Öskuríkur jarðvegur rofnar öðru jöfnu auðveldar en öskusnauð-
ur. Gróf vikur- og öskukornin binda jarðveginn verr saman held-
ur en fínni öskukorn og lífrænar leifar. Raki helst einnig verr í
grófa jarðveginum, en hann stuðlar að betri samheldni jarðvegs-
ins. Enn bætist við, að öskuríkur jarðvegur myndar yfirleitt þykk-
ari jarðvegsþekjur, en sá öskusnauði. Það hefur tvenna ókosti í för
með sér: Jarðvatn á torveldara með að stíga til yfirborðs, sem
veldur aukinni þurrkhættu, og rof vatns niður í gegnum þekjuna
verður umfangsmeira. Að sama skapi nær vindrof til stærri flatar
í rofabörðum.
I heild má því segja, að mikil aska í jarðvegi sé yfirleitt til baga.
T.a.m. er torfrista miklu verri í öskuríkum jarðvegi, en torf var
eitt helsta byggingarefni og nytjaefni landsmanna fyrrum. Hætta
á þurrki er meiri og rofviðnámið er minna í öskuríkum jarðvegi,
þó svo að þykkari jarðvegsþekjurnar hylji landið betur, meðan
þær eru heilar. Við fyrstu sýn kann því land með öskuríkum jarð-
vegi að virðast vera slétt og fellt og gróður þess blómlegur í
ósnortnu landi. Öskuríkastur er og var jarðvegurinn í nánd við
Goðasteinn
31