Goðasteinn - 01.09.1993, Page 34
Heklu, en aðrar eldstöðvar á austara gosbeltinu hafa einnig lagt sitt
af mörkum, ekki síst eldstöðvar í Mýrdalsjökli. Rangárvellir og
Landssveit kunna því að hafa borið af öðrum sveitum í Rangár-
þingi að kostfegurð á landnámsöld. Þar komu þó einnig til aðrir
jarðfræðilegir landkostir. Þau gæði hafa þó snúist við með auk-
inni nytjun mannsins, því að jarðvegurinn þar þolir ánauðina
verr.
Fleira getur valdið ösku og steinefnum í jarðvegi en öskufallið
eitt. Aðburður getur einnig orðið verulegur með vindi. Upp-
spretta efnis getur verið í upplásturslandi, á áreyrum, einkum
jökulvatna, og á sandfjörum. Grófari kornin, sandurinn, berast
þó sjaldan langt í einu. Fínni kornin, moldrokið, geta hins vegar
borist víða vegu. Á það verulegan þátt í jarðvegsmyndun vítt og
breitt um landið, enda er sá jarðvegur oft nefndur áfoksjarðvegur,
eða fokjarðvegur. Þessa áfoks hefur gætt mest frá sjávarströndinni
í Landeyjum og Þykkvabæ, frá kvíslum og álum jökulvatna í
Landeyjum og þó mest frá uppblásturssvæðunum á jaðri byggð-
anna á Rangárvöllum og Landi.
Vatn er forsenda gróðurs
Vatn er forsenda gróðurs sem og annars lífríkis. Rakinn í jarð-
veginum er nauðsynlegur öllum gróðri. Mikill og stöðugur raki
leiðir af sér votlendisgróður. Minni raka, en sæmilega stöðugum,
fylgir vallendisgróður í frjósömum jarðvegi. Litlum raka og
óstöðugum fylgir kyrkingsgróður, einkum í lítt frjóum jarðvegi.
Litið til stórra svæða er ríkjandi gróðurfar háð ástandi rakans í
jarðveginum. Hann er svo aftur bæði háður gerð jarðvegsins
(lekt, vatnsdrægni) og lekt undirgrunnsins. Þegar að er gáð, kem-
ur í ljós, að saman fara lektarsvæði jarð- og berggrunnsins og
gróðurfarssvæði í Rangárþingi.
í neðaverðum Holtunum er berggrunnur frá árkvarter (eldri en
0,7 milljón ára) og frekar þéttur. Þar liggja líka víða í lægðum
fínkornótt og lítið lek setlög frá ísaldarlokum, sem mynduðust á
sínum tíma á sjávarbotni, íyrir nær tíu þúsund árum. Undir-
grunnur jarðvegsins er því þéttur og vatn sígur treglega í jörð nið-
ur. Þarna þekja mýrar að mestu landið, nema rétt á holtum og
32
Goðasteinn