Goðasteinn - 01.09.1993, Page 36
mölin er grófari og sandarnir þykkari. í þá hafa grafist gil og far-
vegir sem nú flytja sumir miklu minna vatn en í upphafi var. Þess-
ir farvegir ræsa fram sandana og eykur það enn á þurrlendiseðli
þeirra. Neðan til á Rangárvöllum er lektin minni og landshallinn
sömuleiðis. Þar gætir því vatnsaga í vætutíð og votlendi fer að
verða áberandi.
Landeyjar, Þykkvibær og láglendið undir Eyjafjöllum, að hluta
til, er myndað af framburði jökulvatna eftir lok ísaldar. Land er
þar flatt og mishæðarlítið. Framburðurinn er grófur næst jöklum
og fjallahlíðum, en einnig í og meðfram sumum meiri háttar fall-
vötnum. Annars verður setið fínna, þegar neðar dregur og nær
sjó. Lekt er talsverð í malarríka setinu, en til muna minni í því
sandríka. Halli grunnvatnsborðs fylgir landshalla að mestu leyti,
og liggur víða við eða rétt undir yfirborði. Grunnvatnshallinn
knýr grunnvatnsrennslið. Hallinn er mjög lítill og rennslið því
mjög hægt. Aukið frárennsli, einkum í úrfelli eða í rigningartíð,
veldur því að jörðin getur ekki fleytt vatninu öllu fram. Þá hækkar
í grunnvatninu og það kemur víða fram á yfirborði. Land er þarna
mjög víða deiglent, þó nokkur munur geti verið á bleytunni, í
samræmi við hæð grunnvatnsborðs og lekt jarðlaga. Þurrt er helst
á malareyrum með þunna jarðvegsþekju, ofarlega í landinu.
Sandfok hefur hækkað land og þurrkað meðfram árfarvegum.
Uti við ströndina er sandfjara fyrir öllum Landeyjum og vestur
í Þykkvabæ. Brimið rótar þar upp fjörukambi, en innan við hann
eru víða gljár, þar sem grunnvatn stendur uppi á yfirborði. Ut í
þær rennur líka af deiglendinu. I þeim gætir sjávarfalla, svo að
vatnsstaða í þeim getur verið býsna breytileg. Þar þornar og vökn-
ar á víxl. Sandfok getur orðið af fjörusvæðum þessum, en þó
einkum sandskrið. Sandurinn safnast í bingi og hóla, þar sem för
hans er heft af gróðri og deigjum. Þar getur hann hrúgast upp í
foksandshóla. Það hefur verið einhverntíma í fyrndinni á þessum
slóðum og má rekja slitrótta röð slíkra hóla frá Mýrdal og vestur
í Flóa. Sandskrið getur einnig orðið frá farvegum árkvísla, þar
sem miklar sveiflur eru á vatnagangi. Þar geta einnig myndast
foksandhólar, þó að öðru jöfnu sé það sandfok smærra í sniðum
en frá ströndinni. Foksandurinn - eða skriðsandurinn - er frekar
34
Goðasteinn