Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 38
ur streymt um, þó sumar séu lokaðar. í þessum holum gætir
hárpípukrafta, sem geta lyft vatni upp, því hærra sem holurnar
eru þrengri. Þessir kraftar geta flutt vatn frá grunnvatni, eða öðr-
um nægjanlegum jarðraka, upp til yfirborðs, þar sem plöntur ná
til þess. I raunverulegum (,,mineraliskum“) leir getur stighæðin
numið fleiri metrum. I fínni gróðurmold og fínu seti, ríku að
mélu (,,silti“), getur stighæðin numið tugum sentimetra, allt að
mannhæð, eða jafvel meira. I vikur- og öskuríkri mold er stig-
hæðin til muna minni og í grófum sandi eða grófri eldjallaösku
og vikri er hún aðeins nokkrir sentimetrar. Sandfyllan í möl veld-
ur ámóta lítilli stighæð í þess háttar efni. Gróf öskulög í jarðvegi
geta ,,klippt“ á stig jarðvatnsins, svo að þurrt verði ofan þeirra.
Svipuð áhrif geta malarlög haft. Þetta getur valdið þurrki og kyrk-
ingi í gróðri, en einnig verður jarðvegurinn veikari gegn rofi, þeg-
ar hann er þurrari. Þykk öskulög geta þannig verið hinir verstu
skaðvaldar í jarðvegi, hvað gróðurþurrk og uppblástur varðar.
í heild má segja, að jarðfræðilegar aðstæður ráði þurrlendi og
veikum jarðvegi um Land og Rangárvelli, en deiglendi víða ann-
ars staðar. Viðnám jarðvegs gegn rofi er e.t.v. mest í neðanverðum
Holtunum, en há grunnvatnsstaða á deiglendi í Landeyjum og
undir Eyjafjöllum veldur því, að jarðvegur helst rakur og sæmi-
lega styrkur vegna stighæðar jarðvatnsins í honum.
Neysluvatn
Neysluvatn er manninum nauðsyn, auk þess sem vatn þarf til
bústarfa. Greiður aðgangur að góðu vatni var því búkostur til
muna. Vont vatnsból var hins vegar einhver sá versti landlöstur,
sem búið var við. Mun vart kvartað yfir öðru meira en örðugri
vatnssókn í Jarðabók Árna og Páls, nema yfirmáta ströngum og
löngum kirkjuvegi. Þá var sálin enn meira metin en holdið. Mis-
gott var - og er - til vatnssóknar í Rangárþingi. Ovíða á landinu
er betra um vatn en á lindasvæðunum á Landi og Rangárvöllum.
Utan þeirra í þeim sveitum ríkir þurrkur á lekum jarðlögunum.
Þar var víða vatnssókn frámuna erfið, einkum í sumarþurrkum og
vetrarhörkum. Nokkra athygli vekur, að í Jarðabók Árna og Páls
er kvartað yfír vatnssókn á nokkrum bæjum í Landssveit, sem nú
36
Goðasteinn