Goðasteinn - 01.09.1993, Page 39
standa ekki all fjarri lindalækjum. Gömlu bæjarstæðin voru held-
ur ekki víðs fjarri þeim lækjum. Ekki verður í fljótu bragði séð,
hvort þarna hafi ráðið einhver gikksháttur í gnóttunum, eða hvort
einhverjar breytingar á vatnafari hafi átt sér stað síðan þá. Annar
vandi hrjáði fólk í Holtum og í Landeyjum. Þar var víða ekki ann-
að vatn að hafa en mýrarvatn, fullt af mýrarauða og heldur
ókræsilegt fyrir ókunnuga.
Þurr bæjarstæði
Þurr bæjarstæði voru þægindi og auðvelduðu ýmis störf, auk
þess að vera heilsusamlegri heldur en að búa í bleytunni. Því var
reynt að velja bæjum stað á þurrum stöðum. Tún þurftu líka að
vera það þurr, að hægt væri að þurrka hey á þeim, að minnsta
kosti. A þurrlendissvæðunum í uppsveitunum var þetta val oftast
lítill vandi. I Holtunum varð að leita á hæðir, sandhóla og ár-
bakka. Enn meira var af blautlendinu í Landeyjum. Þar standa
bæir á árbökkum, fornum og nýjum, á foksandshólaröðinni og
öðrum þeim hávöðum, sem eru sæmilega þurrir. Svipað gildir úti
á tlatlendinu undir Eyjafjöllum, þó að þar sé raunar víða völ fleiri
jarðfræðilegra kosta. Staðsetning bæjar er því víða verulega háð
jarðfræðilegum aðstæðum.
Sjór
Sjór hefur verið sóttur af harðfengi á landinu frá upphafi. Fernt
réði miklu um sjósóknina: Lendingar, sjóveður, fiskigengd og
iðja við önnur störf. Lendingarnar eru háðar gerð strandarinnar.
I Rangárþingi eru sandstrendur ríkjandi. Slíkar strendur eru víða
við land, þar sem aurug og vatnsmikil jökulvötn falla til sjávar.
Sandurinn berst langar leiðir með ströndinni, þar sem straumar
eru miklir og sjávarfalla gætir til muna. Við Suðurströndina
munu auk þess elfur ísaldarlokanna hafa borið mikinn sand í sjó,
svo að þar er sandurinn enn meiri. Sandstrendurnar verða flatar,
þar sem þær eru að hlaðast fram. Gætir þar líka víða nokkurs út-
firis. Fjörukambar eru brattir, þar sem sjór er að rjúfa sandstend-
urnar. Einnig verða brattir bakkar að sjó, þar sem hann rýfur set
og berg, líkt og víða undir Eyjafjöllum.
Goðasteinn
37