Goðasteinn - 01.09.1993, Side 43
Eldgos
Eldgos eru annar flokkur geigvænlegra náttúruatburða. Spjöll
af þeirra völdum eru einkum með fernu móti: Hraun rennur yfir
gróið land eða byggð; vikur og aska þekja jörð og kæfa gróður;
eiturefni í öskunni valda felli á fénaði; vikurhlaup eða vatnsflóð
steypast yfir stór svæði. Sum þessara spjalla vara ekki til lengdar,
svo sem fénaðarfellir og öskuþekja að nokkru leyti. Ahrif þeirra
vara þó lengur en áhrif jarðskjálfta, því að nokkur ár tók að fjölga
fénaði á ný í fyrra horf, ef afföll urðu mikil. Sömuleiðis gátu
mörg ár liðið, þar til gróður hefði jafnað sig að marki. Hraunflóð
og vikurhlaup geta valdið varanlegum landsspjöllum. Einnig
leiddi vikurburður í jarðveg til rýrnunar á landkostum, sem þó
komu oft ekki fram fyrr en síðar.
Mikilvirkar eldstöðvar eru í Rangárþingi, en þó mun Hekla
þeirra langtum frægust. Frá henni - og nágrenni hennar - hafa
runnið hraun niður að og niður í núverandi byggð á Rangárvöll-
unt. Þau eru flest eldri en frá sögulegum tíma og hafa ekki lagt
undir stórar byggðir, síðan sögur hófust, þó að stórbýlið Eystra-
Skarð sé talið hafa farið undir hraun og skógaspjöll hafi ítrekað
orðið í Næfurholti og víðar. Hraunbreiður í byggð hafa þann leiða
eiginleika, að þurrka rækilega undan jarðvegi. Hann verður því
að miklu leyti að halda sjálf'ur í sér þeim raka, sem þarf til döfnun-
ar gróðri og aukinnar samloðunar í jarðveginum sjálfum. Jarð-
vegi á hraunum er því hætt við þurrkum og viðnám hans gegn
uppblæstri er minna í kjölfarið. Þegar jarðvegurinn er farinn, þá
heldur yftrborð berra hraunanna ákaflega illa í raka, sem hamlar
endurgræðslu til stórra muna.
Öskufall frá Heklu hefur sennilega verið mun afdrifaríkara. I
síðustu gosum, 1991, 1981, 1980 og 1970, bar öskuna mest inn á
fjöll. Urðu þar skaðar á gróðri á afréttum, einkum 1980. I síðasta
stórgosi í Heklu, 1947—1948, lagði öskugeirann að hluta til suður
yfir Fljótshlíð og þakti jörð vikri. Spjöll urðu þó ekki veruleg til
langframa. Þá var hægt að beita ýmsum þróuðum verkfærum,
tækni og aðferðum, sem áður var ekki kostur á. Hins vegar fyllti
þá vikri í Langvíuhraun, ofan byggðar, sem áður var hið versta
ótræði, úfið og kargað.
Goðasteinn
41