Goðasteinn - 01.09.1993, Page 45
jarðvatns. Auk þess slæva skógar áfelli og afrennsli úrkomu og
bæta þannig skilyrði fyrir annan gróður. Mjög hefur því dregið
úr vörnurn jarðvegs með hvarfi skóganna. Vikur og aska geta
einnig þurrkað upp votlendi, sem þá situr eftir sem þurrlendi með
skerta vörn í vætunni. Þessar voru m.a. afleiðingar Oskjugossins
1875 á Austurlandi.
Önnur áhrif eldgosanna eru, að aska og vikur leggja vindum og
veðrum til verkfærin við uppblástur og aurburð. ,,Sandvetur“ var
talað um, þegar öskufall var mikið í byggðum að vetrarlagi. Þykk
vikur- og öskulög á yfirborði eru óbundin af gróðri og lítt límd
af raka, sökum lektar efnisins. Þau eru því sundurlaus og vatn og
vindar eiga létt nteð að ná tökum á þeim, flytja þau burt og feykja
þeim til. Þar fær vindurinn svarftólin í rofabörðin og efnið til að
þekjagróðurog kæfa. Vatn skolaröskunni íárog læki. Sáíburður
getur ofboðið flutningsmætti þeirra með þeim afleiðingum, að
þær hlaða undir sig og hlaupa úr farvegi sínu. I vatnagangi dreifa
þær þessum umframefnum sem víðast. Veldur það títtumkvörtuð-
um spjöllum á engjum og bithögum. Sumt af öskunni fellur á
jökla, en kemur þó fram í jökulánum um síðir, þegar jökulísinn
skríður fram og bráðnar.
Skaðlegra áhrifa eldgosa gætir sumra um nokkura ára skeið, en
önnur eru til frambúðar. Þar er einkum um að ræða varanlega
spillingu á jarðvegi, sem dregur úr gróðri og auðveldar uppblást-
ur. Aska og vikur geta einnig lagt efni til uppblásturs um langan
tíma. Öskufall veldur tímabundnum kyrkingi í gróðri. Svipuð
áhrif getur örðugt veðurfar haft. Hvort tveggja veldur rýrnun á
heyfeng og harðari beit, en samtímis er gróðurinn veikari fyrir.
Gróðurspjöllin hafa þannig verið mögnuð upp, eftir að búfjárhald
í verulegum mæli kom til sögunnar hérlendis. I kjölfarið hefur
fylgt spilling og eyðing jarðvegs, sem er óbætanleg. Upprunalegu
skaðvaldarnir eru þó náttúruöflin, því að tæknileg verkgeta þjóð-
arinnar leyfði lengi vel ekki búfjárhald í svo stórum stíl, að það
eitt sér gæti valdið stórfelldum gróðurspjöllum og jarðvegseyð-
ingu.
Hér verður ekki fjallað um bein áhrfi veðurfars á gróðurfar og
búsetu. Veðurfarið hefur hins vegar áhrif á hin útrænu öfl veðra,
Goðasteinn
43