Goðasteinn - 01.09.1993, Side 48
í honum, geta myndast flög og rot, pollar og pyttir. Margt fleira
mætti telja til um skifti jarðvegs og gróðurs við jarðvatn og veður-
far, en það eru oft býsna flókin ferli, þar sem smámunir geta skift
miklum sköpum. Jarðvegsrof af völdum vatns getur verið býsna
fjölbreytilegt, en hér skal því ekki lýst nánar.
Skriðuföll
Skriðuföll verða, þegar þyngsli jarðvegs sliga samheldni hans
eða viðloðun við undirlagið. Þyngslin eru mest, þegar jarðvegur
er gegnsósa af vatni eða gegnfreðinn af klaka. Samloðunin er
minnst í lausum jarðlögum, þegar þau eru gegnsósa eða klaki er
að þiðna í þeim. Hættan á skriðuföllum er því mest í stórrigning-
artíð og snarþíðum. A sumrin draga uppgufun og gróðurvirkni í
hlýindum úr áhrifum úrkomu en jarðklaki hindrar írennsli og
heldur við samloðun á veturna. Skriðuföll eru því, að öðru jöfnu,
algengust haust og vor. Að sjálfsögðu er hættan mest, þar sem
brattast er. Þar togar þyngdaraflið beinast í lausu jarðlögin. A
móti vegur, að visst jafnvægi kemst á milli gerðar lausu jarðlag-
anna, annars vegar, og bratta hlíðanna, hins vegar, þannig að hlíð-
arnar fá sérstaka gerð jarðvegsþekju.
Sennilega er uppblásturinn verst ræmdur allra jarðfræðilegra
skaðvalda í Rangárþingi, enda hefur hann gert þar mikinn usla.
Vindurinn er aflið í uppblæstrinum, bæði við að losa sundur jarð-
vegskornin og við að feykja þeim brott. Hann vinnur því meira
á jarðveginum sem samloðun hans er verri. Kemur þar bæði til
hátt ösku- eða sandhlutfall og þurrkur. Sömuleiðis er vindurinn
stórvirkari, ef hann hefur svarftól til að rjúfa með jarðveginn. Þar
nýtist honum sandur, vikur og ísskari á veturna. Skarafok í þurr-
um norðanfrostveðrum getur gert ótrúlega mikinn usla, eins og
óþyrmilega sýndi sig í sandveðrinu alræmda í apríl 1882. Þá tók
af um sinn nærri fjóra tugi bæja á Rangárvöllum og Landi.
Verstur hefur uppblásturinn verið á Rangárvöllum og í Land-
sveit, en þar hefur tekið af all marga bæi, en aðra hefur jafnvel
orðið að færa margsinnis. þar kemur einkum þrennt til: I fyrsta
lagi er jarðvegur öskuríkur í nánd við Heklu og honum er þurrk-
hætt, vegna jarðvegsgerðar og leks undirlags. I öðru lagi er nóg
46
Goðasteinn