Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 49
svarfefni að hafa í öskudyngjum og söndum inni á afréttum, allt
ofan í byggð, auk þess sem jarðvegurinn sjálfur og undirlag hans
geta lagt sitt til, þegar rofið fer af stað. I þriðja lagi blása þurrir
og hvassir vindar af norðri og norðaustri af uppsprettusvæðum
sandsins. Þeim fylgir ör uppgufun úr jarðvegi á sumrum en frost-
þurrkur á veturna. Allt leggst þetta áeitt, að stuðla að uppblæstri.
Meiri háttar ár og lækirgetaheft framgang sandskriðs, a.m.k. um
hríð. Þess sér líka víða merki, þar sem vatnsföll þessi liggja þvert
á aðalstefnu uppblástursgeiranna, en þeir stefna í megindráttum
til suðvesturs. Skógur, og annar djúprættur gróður, ver jarðveg-
inn að vissu marki. eins og hér að frantan er lýst. Eyðing skóg-
anna í eldgosunt og af mannavöldum hefur því verið afdrifarík.
Viss vítahringur skapast þegar uppblásturinn tér af stað. Sand-
fok veikir jarðveginn í nágrenni uppblásturssvæðanna. Hvarf
gróður- og jarðvegsþekjunnar greiðir leið fyrir flóðum á frosinni
jörð og jarðvegsrofi í kjölfarið. Uppblæstrinum leggt til aukið
svarfefni af örfokssvæðunum. Mannlegar aðgerðir geta flýtt fyrir
uppblæstrinum, bæði með eyðingu skóga og beit á nýgræðing, en
náttúruöflin sjálf geta líka gert útslagið, bæði stórfelld öskugos,
sem kæfa gróður og hrúga niður svarfefni, og kalt og vindasamt
veðurfar, sem veikir gróður og eflir rof. Hvað sem veldur, þá get-
ur uppblástur náð sér svo vel á strik, að náttúran ein ráði ekki við
að stöðva hann. Þá kemur til kasta mannanna, ef stöðva skal þá
þróun og snúa henni við. Þarf ekki hér að tíunda sigursæla baráttu
bænda og Landgræðslu við uppblásturinn á Rangárvöllum og í
Landsveit.
Samantekt
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir nokkrum þeirra
jarðfræðilegu þátta, sent áhrif hafa hérlendis á landkosti eða vald-
ið geta landsspjöllum og búseturöskun. Sumra þeirra gætir nteira
í öðrurn landshlutum, svo sem ýmissa jarðvegsþátta og skriðu-
falla, en aðrir eru einkar auðsæir og áberandi í fjölbreytni sinni
í Rangárþingi. Má þar nefna bein áhrif eldgosa, með Heklu í
fararbroddi skaðvaldanna. Einnig eru uppblástur og áhrif hans
einkar glögg í Rangárþingi. Sama gildir um landbrot vatna, eink-
Goðasteinn
47