Goðasteinn - 01.09.1993, Page 72
augastaða stundum í Holtsmúlalandi og hefur þar fyrir betalast 5
álnir fyrir 20 hesta, líkavel fyrir 15.“
Svipaðar lýsingar er víðar að finna í jarðabókinni. Þar kemur
einnig fram að menn öfluðu heyja eftir fremstu getu miðað við þá
tækni sem þá var fyrir hendi og hey var sótt að um furðulega lang-
an og erfiðan veg. Um tvær jarðir á Landi og eina á Rangárvöllum
segir í jarðabókinni að ábúendur þeirra sæki heyskap í afrétt.
Líklega hefur það mest verið blaðka sem þangað var sótt, saman-
ber það sem segir um Merkihvol.
Árið 1602 seldi maður að nafni Bernharður Filippusson Oddi
Einarssyni biskupi í Skálholti hálfan Geldingalækjarteig í
Þykkvabæ. (Jarðaskjöl úr Rangárvallasýslu í Þjóðskjalasafni.)
Oddur biskup átti Geldingalæk og þessi engateigur hefur væntan-
lega verið ítak jarðarinnar áfram því í jarðabókinni 1711 segir um
Geldingarlæk: „Engjateig á og jörðin í Þykkvabæjarlandi, er
orðinn ógagnlegur til slægna og kominn í hrjóstur og mosa, kynni
fyrrum að hafa fóstrað þriggja kúa þunga.“
Árið 1673 skipti Jón Guðmundsson bóndi á Keldurn jarðeign í
Þykkvabænum milli tveggja systra sinna. Meðal þeirra eigna sem
þær systur fengu voru Sandgilsteigur og Reynifellsteigur. (Skjöl
frá Keldum í Þjóðskjalasafni.)
í jarðabók Árna og Páls segir um Keldur: ,,Engjar eru ekki
fyrir utan teig nokkurn eður engjaplátz í Þykkvabæjarlandi kallað
Keldnaengi, hefur ekki brúkað verið í næstu 20 ár frá Keldum,
nema af einnrar Keldnahjáleigu ábúanda nokkrum árum síðar, so
sem fyrir 17 árum eða þar um, síðan hefur engjaplátsið smám
saman spillst, so nú er það að litlu, jafnvel engu gagni til slægna.“
Um jörðina Leirubakka á Landi segir í sömu jarðabók:
„Engjaítak á hún og í Þykkvabæjarlandi í Holtum.“
Um Klofa á Landi segir í jarðabókinni: „Engjaítak hefur jörð-
inni eignað verið í Þykkvabæjarlandi, kallað Sökkur, var þangað
sóttur heyskapur í ungdæmi manna bæði frá heimajörðinni og
afbýlunum, síðan hefur það aflagst sökum vanefna fólks og vega-
lengdar, er so þar fyrir engið spillt og mjög af sér gengið.“
Þessar tilvitnanir sýna að frá að minnsta kosti fjórum bæjum
á ofanverðum Rangárvöllum og tveimur á ofanverðu Landi var á
70
Goðasteinn