Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 84
ar hafa getað skorist sundur af einni þeirra smákvísla sem komu
frá Markarfljóti, eða jafnvel bergvatnsá ofan út Fljóstshlíð og
þannig myndað 5—10 m djúpan ,,dal“ í hrygginn. Þetta er þó
aðeins möguleiki, sem erfitt er að sannreyna, þar eð mikið land-
brot fylgdi því að stór hluti Markarfljóts fór af og til í Affallið eftir
þetta. I heild má segja að ekkert hafi komið fram við jarðfræði-
rannsóknir á svæðinu, sem stríðir gegn því sem lesa má í Njáls-
sögu, miðað við aðstæðurnar á þeim tíma sem hún var skrifuð.
Hins vegar eru aðstæður ekki þær sömu og réðu þegar sagan á að
hafa gerst, eins og áður er rakið. Það sama má segja um aðrar þær
heimildir sem kannaðar hafa verið, svo sem Jarðabækur, sóknar-
lýsingar og ýmislegt lleira. Unnt er að rekja í jarðlögum upplýs-
ingar um legu vatnsfalla, eyðingu lands og margt fleira í náttúru-
fari, sem fellur vel að því sem fram kemur í heimildunum. Þá er
einnig unnt að tengja allar megin breytingar á vexti og farvega-
mynstri jökulvatna við breytingar á loftslagi, og þáyfirleitt kulda-
tímabilum. Slík kuldaköst, eins og t.d. ,,litla ísöldin“ sem stóð
frá 16. öld og fram yfir síðustu aldamót, hafa því greinilega ekki
aðeins áhrif á framgang jökla heldur einnig á rennsli jökulvatna.
Breytingar á gróðurfari
Ekki er aðeins hægt að lesa úr jarðlögunt upplýsingar um eyð-
ingu lands af völdum vatna og breytingar á farvegum heldur einn-
ig um breytingar á gróðurfari og viðbætur við gróið land. Land-
eyðingin hefur verið rnest á norðanverðu svæðinu, þ.e. frá Fljóts-
hlíð og suður fyrir núverandi þjóðveg. Þá hefur einnig eyðst tölu-
vert af grónu landi við ströndina, og má bæði lesa úr jarðlögum
og skrifuðum heimildum að fram á síðari hluta 17. aldar náði
gróðurlendið a.m.k. 1 km sunnar en nú er. Þá hefur alltaf verið
eitthvert landbrot í nánd við hina fjóra meginfarvegi Markarfljóts
frá því um 1200, en í staðinn hafa eldri farvegir gróið upp. Þeir
voru víða nokkur hundruð metra breiðir hver fyrir sig.
Eins og fyrr var rakið virðist gróður fyrst hafa fest rætur á þessu
svæði fyrir u.þ.b. 2000 árum, eða við Krists burð. Það er þekkt
staðreynd úr loftslagssögu Norðurhvels að loftslag fór að kólna og
úrkoma að aukast fyrir 2500 árum, og er tíminn eftir það oft kall-
82
Goðasteinn