Goðasteinn - 01.09.1993, Page 90
ungsvald og hlutu þeir því sýslur og umboð. Oft urðu þeir að
gjalda klekkilegar upphæðir til að hljóta þessi hnoss. Brynjólfur
biskup Sveinsson sagði um sýslumenn að þeirra væri ,,valdið og
gjaldið“ enda voru tekjur af sýslum og umboðum einn vísasti
vegur til að viðhalda auði og völdum, bæði einstaklinga og ætta.
Agengir sýslumenn munu víða hafa makað krókinn á 17. öld,
án verulegra afskipta Bessastaðavalds. Það var algengt að synir
tækju við sýslum og umboðum af feðrum og við sýsluveitingar
var lítt spurt um lögfræðilega þekkingu eða hæfileika. Þetta
breyttist að nokkru um 1700. Þá varð sú meginhugsun ráðandi að
menntun og hæfileikar ættu að ráða mestu um það hverjir hlytu
sýslur. Frá 1736 var ófrávíkjanleg krafa að sýslumenn hefðu lög-
fræðipróf frá Kaupmannahöfn enda fór nú að gæta í sýslumanns-
embættum lítt efnaðra manna.
I Dal voru þeir langfeðgarnir Eyjólfur Einarsson, Einar sonur
hans og síðan Eyjólfur yngri Einarsson og voru líklega allir sýslu-
menn í Skaftárþingi. Eyjólfur eldri var og lögmaður á árunurii
1480-94. Eyjólfur yngri í Dal var tengdasonur Jóns biskups Ara-
sonar enda einn mesti auðmaður landsins og taldi fram 600
hundraða þegar hann eignaðist Helgu biskupsdóttur árið 1531 en
henni voru ætluð 300 hundraða í mála sinn.2
Auðsætt er að Dalur hefur verið eftirsótt jörð til búsetu á 16.
öld, þar voru efnamenn og enn var það svo um 1655 því að þá bjó
þar Markús Snæbjörnsson, kallaður „auðmaður mikill“.3 Hann
var orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum um 1660 og hélt til ævi-
loka, 1697. Árið 1663, eða nokkru síðar, brá svo við að Markús
fluttist frá Dal og settist að í Ási í Holtum, sem sumir nefndu
Riddaraás á 17. öld, og Markús hafði keypt árið 1662/ Hvernig
stóð á þessu? Skýringin virðist vera nærtæk, landeyðing Markar-
fljóts. Eiginkona Markúsar átti Hamragarða skammt fyrir sunnan
Dal; árið 1644 töldust þeir vera átta hundruð í mati en voru áður
20 hundruð. Seljaland skammt þar fyrir sunnan taldist 50 hundr-
uð árið 1644 en 40 hundruð árið 1668, hafði því lækkað í mati um
tíu hundruð ,,vegna spjalla af Markarfljóti“, eins og það er orðað
í vísitasíu Brynjólfs biskups Sveinssonar.5 I Jarðabók Árna og
Páls segir um Dal:
88
Goðasteinn