Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 91
Af engjum brýtur Markarfljót og ei halda menn fjórða part
þeirra eftir vera og í rnanna minni hefur að vísu helming þeirra
af brotið.
Ennfremur segir:
Fóðrast á heyjum vii kýr, ii hestar, xxx lömb. Fyrir 40 árum
eða þar um kunnu að fóðrast xxx kýr eða þeirra þungi.6
Þetta er tekið saman 1709 og er því miðað við árið 1669 eða þar
um bil en Markús er sagður hafa farið frá Dal 1663 og var örugg-
lega farinn fyrir 1668, eða 41-46 árum fyrr, sem kemur vel heim
við vitnisburð Jarðabókar þeirra Árna og Páls um eyðingu, eins
og við er að búast. Samkvæmt þessu er líklegt að Markús hafi
ekki viljað vera lengur í Dal vegna ágangs Markarfljóts. Jörðin
skiptist síðan meðal margra og voru leiguliðar á sumunt pörtum
hennar. En stórefnamenn munu ekki hafa setið þar framar.
Hlíðarendi
Ætli eitthvað svipað hafi gerst á Hlíðarenda þegar Markarfljót
hafði brotið sér leið út í Þverá? Jörðin var talin 60 hundruð að
fornu mati og hér sat í upphafi 16. aldar Vigfús Erlendsson sýslu-
maður, lögmaður og hirðstjóri, og síðar sonur hans, Páll, sýslu-
maður og lögmaður. Þá tók við Árni sýslumaður Gíslason,
stórauðugur umbrotamaður, en kona hans haföi erft jörðina. Síð-
an var hér sonur þeirra, Gísli sýslunraður, þar næst tengdasonur
hans, Þorleifur sýslumaður, sagður ,,auðmaður mikill“, þá
tengdasonur Þorleifs, Vísi-Gísli sýslumaður, víst ekki á nástrái,
og síðan dóttursonur Vísa-Gísla, Brynjólfur Þórðarson, einn
mesti auðmaður landsins.7 Þegar Brynjólfur gekk í hjónaband
1711, í annað sinn, taldi hann fram tíu hundruð hundraða en konu-
efni hans fimm hundruð hundraða og hafa önnur hjón vart átt
meira. Brynjólfur var sýslumaður um skeið en frá 1722 kaus hann
að sinna eignum sínum eingöngu og þær fóru vaxandi þar til hann
lést 1762.
Árið 1752 tók við búi á Hlíðarenda tengdasonur Brynjólfs, Sig-
urður alþingisskrifari Sigurðsson, og fluttist þá frá jörð sinni,
Saurbæ á Kjalarnesi, sem var 60 hundraða stórbýli. Hann haföi
1 hyggju miklar búnaðarframkvæmdir á Hlíðarenda og var bú-
Goðasteinn
89