Goðasteinn - 01.09.1993, Page 93
Sandur og stórbýli á Landi
Nú skulum við hverfa frá ágangi Markarfljóts og Þverár að
árásum sands í Landmannahreppi. Landsgæði skertust þar stór-
lega á bilinu 1600-1900. Forvitnilegt er að vita hvenær landeyðing
hófst og hvernig á henni stóð. Jarðabók Arna og Páls sýnir að eyð-
ingin var orðin alvarleg fyrir 1700. Oskar Einarsson skrifaði mik-
ið um Landmannahrepp og taldi að eyðingin hefði hafist á
harðindaskeiðinu í upphafi 17. aldar og foksandur hefði þá byrjað
að hrjá sveitina.12 Aðrir hafa metið svo að landeyðing hafi ekki
byrjað að marki fyrr en á 19. öld.13
Lýsing Landsveitar í Jarðabók þeirra Árna og Páls er frá
171114 og koma ýmsar tímasetningar fram um blástur; þannig
segir að engjaslægjur á Leirubakka sem fóðrað hafi fimm kýr fyr-
ir um 55 árum, eða um 1656, séu eyddar af blásturssandi (287);
beitarland Tjörvastaða hafí verið óblásið fyrir 42 árum, eða 1669,
og landið eyðst mest sl. 20 ár (306). í Eskiholti (283) hefur eyðing
verið komin á alvarlegt stig um 1680, slægjur á Galtalæk, sem
fóðruðu eina kú um 1680, voru eyddar 1711 (285), hjáleiga frá
Klofa var flutt árið 1683 vegna blásturssands (291) og í Fellsmúla
(300) og á Stóruvöllum (303) fór sandágangur að aukast tilfinnan-
lega um 1680.
Þessar upplýsingar eru gagnlegar en styðjast við sagnir og
minni, samtímavitnisburði vantar. 1 mörgum tilvikum er engar
upplýsingar að hafa og má nefna Skarð sem dæmi. I þessari rit-
smíð verða eignarhald og ábúð könnuð með sama hætti og að
framan er gert við Dal og Hlíðarenda. Fyrir valinu hafa orðið
stórbýlin gömlu í Landsveit, Stóruvellir, Klofi, Skarð og Leiru-
bakki, sem eru reyndar öll í einum hnapp ofarlega í sveitinni.
Markmiðið er að draga fram heimildir sem eru óháðar Jarðabók
Árna og Páls og geta varpað ljósi á það, hvenær eyðing var komin
á alvarlegt stig í Landsveit.
Höfðingjar sóttust eftir að sitja á þessum jörðum á fyrri tíð,
einkum Skarði, Klofa og Völlum. Hefur ekki einungis valdið að
jarðirnar hafa verið hátt metnar heldur líka hitt að þær lágu vel
við samgöngum. Þetta átti einkum við á tíma Oddaverja, Páll
Jónsson var í Skarði og síðan Loftur sonur hans og enn síðar var
Goðasteinn
91