Goðasteinn - 01.09.1993, Page 97
Sýnt er að Jón biskup Vigfússon, sá sem nefndist Bauka-Jón,
hefur erft Klofa eftir föður sinn, Vigfús Gíslason sýslumann. Jón
er amk. eigandi árið 1668.28 Magnús rektor, sonur Jóns biskups,
átti Klofa þegar hann drukknaði á Efferseyjargranda árið 1702, 23
ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Fjórir bræður Magnúsar erfðu
hann og lýstu Klofa til sölu árið 1704. Jón biskup Vídalín keypti
þá jörðina en hann átti systur þeirra bræðra.29 Þeim Bauka-Jóns-
sonum hefur ekki verið jörðin föst í hendi enda nógu auðugir til
að vilja forðast sandblásna jörð.
Fjárfesting Jóns Vídalíns virðist hafa verið hæpin en þess er að
gæta að verð og greiðslukjör kunna að hafa verið góð og eftir-
spurn eftir leigujarðnæði mun hafa verið mikil. En þetta var ekki
framtíðarjörð til búsetu fyrir mektarmenn og höfundur Vídalíns-
postillu mun ekki hafa hugsað sér að Klofi yrði ættaróðal.
Jörðin hélt áfram að spillast, árið 1760 var matið fallið úr 60
hundruðum í 40.30 Enn átti Klofi eftir að hrörna, þetta forna
höfðingjasetur sem einu sinni var ort um: Hefurðu komið í Klofa,
hvar harpan bannar börnunum að sofa?
Skarð
Skarð á Landi, eða Skarð ytra, er vel þekkt. Hér gerðu Odda-
verjar garðinn frægan. Ekki er samt að sjá að sýslumenn 16. og
17. aldar hafi sóst eftir að sitja í Skarði en þar voru þó efna- og
mektarmenn lengi vel. Enda er talið í Jarðabók Arna og Páls að
jörðin hafi verið 100 hundraða að fornu mati og þetta er mat henn-
ar árið 1668 en hún er metin 50 hundraða þegar Jarðabók þeirra
félaga, Arna og Páls, var tekin saman á Landi árið 1711. Er hér
líklega komin skýring á að mektarmenn hættu að sækjast eftir
jörðinni en úrlausnarefnið er að finna út hvenær áhugi þeirra
muni einkum hafa farið dvínandi.
Eiríkur sonur Torfa í Klofa er sagður hafa átt Skarð og víst er að
sonur hans, Jón Eiríksson, átti Skarð og bjó þar. Hann var lögréttu-
maður og átti prestsdóttur úr Odda sem bendir til efna þar sem
heimasæturnar í Odda voru aðeins tvær í því tilviki en engir bræð-
ur. Sonur Jóns var Brynjólfur lögréttumaður í Skarði, enn á lífi
1627. Hann var tvígiftur og bendir seinna kvonfangið til efna."
Goðasteinn
95