Goðasteinn - 01.09.1993, Page 98
Auðmaðurinn Bjarni Sigurðsson á Stokkseyri, faðir áður-
nefnds Magnúsar sýslumanns á Leirubakka, eignaðist Skarð og
keypti það af Brynjólfi og börnum hans, einkum í fjórum hlutum
árin 1626 og 7.32 Það hafa þá væntanlega enn þótt hagkvæm
kaup. Sonur Bjarna var Gísli senr á að hafa dáið í Skarði 1676.
Efnahagur hans mun hafa verið allsænrilegur ef rétt er að hann
hafi hlotið hluta Stapaumboðs, en að vísu er sagt að hann hafi orð-
ið að sleppa því vegna skulda.33 Árið 1668 taldi Gísli fram 438
hundruð til tíundar og hefur því talist vel efnaður þótt ekki væri
hann meðal mestu auðmanna.34 Kunnugt er að hann átti líka Vet-
leifsholtshverfið, 60 hundraða.35
Markarfljót skar fætur Fljótshlíðar upp að knjám og Gísla
Bjarnason kól þannig á höndum og fótum árið 1629 að taka varð
af þeim, víst einkum fótum, eins og komið skal að síðar, en ekki
er vitað hvort Skarð hefur skerst í tíð hans. Sé höfð hliðsjón af
Klofa og Leirubakka, ætti Skarð að hafa verið farið að spillast af
uppblæstri á bilinu 1655-85. Ekki er þó víst að þróunin hafi verið
alveg hliðstæð með Klofa og Leirubakka annars vegar og Skarði
hins vegar.
Athuga má hvort eignarhald geti varpað ljósi á þetta. Bjarni
sonur Gísla erfði bæði Skarð og Vetleifsholt eftir föður sinn en
vildi ekki búa í Skarði, tók Vetleifsholt fram yfir. Er þess áður
getið að Skarð var 100 hundraða að fornu mati en var orðið 50
hundraða samkvæmt Jarðabók Árna og Páls.36 Árið 1693 fóru
eigendur fram á að mati jarðarinnar yrði breytt og vísuðu sérstak-
lega til þess að jörðin hefði orðið fyrir ,,stóru áfalli af Heklu“
sama ár. Amtnraður féllst á þetta og var bóndaeignarpartur met-
inn ,,50 hundruð til tíundarafgjalds“ vorið 1694.37
En Skarði var farið að hraka fyrir Heklugosið 1693 eins og sést
á því að Bjarni Gíslason selur Helgu systur sinni Skarðseign, 100
hundraða, árið 1681, fyrir aðrar jarðir sem alls voru metnar á 80
hundraða.38 Árið 1693 segir að ,,stór skaði hafi fallið á jörðina
af sandi og grjóti“ og 1703 er jörðin sögð hafa skemmst af sands-
ágangi.39
Helga missti fyrri eiginmann sinn árið 1681 og mun hafa keypt
jörðina afbróður sínum í framhaldi af því. Hún giftist Bjarna Sig-
96
Goðasteinn