Goðasteinn - 01.09.1993, Side 118
Árið 1985 var mér veittur frá landbúnaðarráðuneytinu styrkur
til söfnunar heimilda um verkhætti í landbúnaði og ef vel væri til
að gera því efni skil í heildarriti. Á sama tíma var ráðinn ritstjóri
að riti um iðnsögu islands sem ráðið gat menn tii verka. Gott hefði
mér þótt að fá þetta verkefni svo sem 30 árum fyrr en í vegarnesti
er heilræðið: ,,Ei fyrir dagsmorgni komandi kvíð.“ Undanfarin
ár hef ég notið styrks til þessa verks á fjárlögum, verulega aukinn
undanfarin tvö ár.
Hvernig horfir þetta verk svo við frá mínum bæjardyrum? Eng-
inn þáttur gamalla búhátta liggur svo vel við að hægt sé að ganga
til móts við hann og hefja hreinskrift efnis. Fyrsta átakið er að
koma upp nógu fjölþættu heimildasafni úr prentuðu máli, hand-
ritum, hugum fólks og öðrum heimildum og munu þó aldrei öll
kurl koma til grafar. í heimildasafni niínu eru nú þúsundir miða
með efnisatriðum þjóðhátta og bunkar af blöðum með efni í
lengra máli. Til hliðar við þetta er svo hið geysimikla safn Þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafnsins sem nú er langt komið að tölvu-
setja.
Meginstyrkur minn í þessu starfi, auk samgrónins áhuga, er sá
að hafa alist upp með gömlum íslenskum þjóðháttum, að þekkja
þá af eigin raun í meira eða minna mæli. Fjölmargt er enn lítt
kannað. Forleifar landsins luma á margþættum fróðleik og þar á
ég við þær sem liggja fyrir allra augum, í rústum bæja, selja,
skjólgarða, gjafahringa, fjárborga, fjárrétta, stekkja, kvía svo af
handahófi séu nokkur dæmi nefnd. Hvað var þarna breytilegt
milli landshluta? Við getum moðað mikið efni úr verkum Daníels
Bruun, Brynjúlfs frá Minna-Núpi og manna er gengu í spor
þeirra. Merkar heimildir geta orðið á vegi manns líkt og fyrir til-
viljun. Á fógrum júnídegi 1986 gekk ég með kunningja mínum,
Boga Thorarensen á Hellu, um tún á eyðibýli. Alveg óvænt rak
hann þá augun í sporöskjulaga steinþró sem að mestu var hulin
af vænni hellu. Þróin var meira en hálffull af mergsognum sauð-
arleggjum og gaf ómetanlega sýn til ævafornrar þjóðtrúar bónd-
ans. Þarna hafði verið komið fyrir um áratugi flestum eða öllum
sauðarleggjum sem til féllu á heimilinu til fjárheilla fyrir búið.
Mér varð hugsað til hafra Ása-Þórs og orða Jóns lærða: ,,Ei skal
116
Goðasteinn