Goðasteinn - 01.09.1993, Side 125
tíma að verulega illa horfði, en nú hefur vörn fyrir löngu verið
snúið í árangursríka sókn og vonandi lendum við ekki aftur í siík-
unt óförum.
Sambýli þjóðar og lands er merkilegt umhugsunarefni og á því
eru margar hliðar. Þetta kallast nú á fagmáli mannvistfræði
(human ecology). Það hetur gjarnan verið haft á orði hér á landi
að örlög lands og þjóðar væru samtvinnuð og síst er það rang-
hermi. Allt okkar gengi veltur á því hvernig við nýtum okkur
gæði lands og sjávar og hvernig þau þróast í breytilegu náttúru-
fari.
Á landnámsöld komu rnenn héraðgrónu landi ágóðum tímum,
landi sem varla nokkur lifandi skepna hatði nýtt sér til framfæris.
Nýting gróðurs og iandgæða fyrir landnám voru, að því er best
verður séð svo lítil, að nánast má horfa fram hjá þeim. Gæsfuglar
höfðu hér grasbit, rjúpur kroppuðu lauf, spörvar tíndu fræ, ernir
kræktu í fisk og allt fór þetta fram í friðsæld og ró nema þegar
refur læddist í hópinn og olli fjaðrafoki um stund. Það urðu því
gífurlega mikil umskipti við landnámið, ógnaráfall fyrir óspillta
villta íslenska náttúru þess tíma. Á stuttum tíma settust hér að
þúsundir manna og tjöldi sauðfjár, nautpenings, geittjár, svína,
hrossa og gagla óx frá núlli að hundruðum þúsunda og allt réðst
þettaaðgróðrinum. Hann varbitinn, rifinn, höggvinn, ruddurog
brenndur svo fólk og fé kæmist af. Hinn upphaflegi villti gróður
var fjarlægður svo hægt væri að byggja hús, rækta tún og akra,
komast ferða sinna um landið og sinna daglegu amstri. Hann var
einnig nýttur í stórum stíl til allra mögulegra hluta, til beitar og
fóðurs, til húsa og mannvirkja, til elds og skjóls, til skrauts og
gamans. Slík umskipti urðu hér, að vart er hægt að ímynda sér og
það eru fá landsvæði á jörðinni, sem hafa orðið fyrir svo miklu
álagi á jafn stuttum tíma af mannanna völdum, fyrren nú á síðari
öldum nýlendustefnu og arðráns á náttúrunni.
Ekki á ég von á því að þessi mikla ánauð hafi komið til muna
þyngra niður á Rangárþingi en öðrum héruðum landsins. Þó er
vert að hafa í huga að hér voru landkostir miklir og svæðið bar
því meiri fjölda manna og skepna en sum önnur héruð og sjálfsagt
hefur þess að einhverju leyti gætt í hnignun landgæða.
Goðasteinn
123