Goðasteinn - 01.09.1993, Page 128
(gradíent) er fáfundinn í heiminum og veðurfarsleg áhrif hans eru
mikil og margvísleg. Samt stundum við Islendingar harla litlar
frumlegar vísindalegar rannsóknir á veðurfari á Islandsslóðum,
fyrst og fremst gagnasöfnun um daglegt verðurfar og veðurspá-
dóma.
Hlutfallsleg verðmætasköpun okkar Islendinga er langmest í
fiskveiðum og hagnýtingu sjávarafla. Samt er ekkert prófessorat
í fiskifræði né almennri sjáVarlíffræði við æðstu menntastofnun
þjóðarinnar.
Hvergi íheiminum eru jarðskorpumyndandi flekaskil með ara-
grúa forvitnilegra ferla og fyrirbæra, frumhlekkurinn í myndun-
ar- og þróunarferli sjálfrar jarðskorpunnar, eins vel sýnileg og
læsileg og hér á landi. Ovíða er fjölbreytni og afkastageta hinna
útrænu ferla jarðbreytinga meiri en hérlendis. Samt er engin al-
hliða jarðfræðirannsóknastofnun til í landinu og þó hafa slíkar
stofnanir verið til í meira en öld í flestum vestrænum löndum.
Þessi þrjú dæmi verða hér látin nægja til þess að gefa í skyn þá
skoðun mína, sem ég á reyndar sameiginlega með þorra íslenskra
náttúrufræðinga og ýmissa annara, að mat íslenskra stjórnvalda,
bæði pólitískra og embættislegra, á tilgangi og gagnsemi þekk-
ingar á íslensku náttúrufari sé yfirleitt mjög frumstætt og ónú-
tímalegt og langt frá því að vera fallið til þess að stuðla að því að
slík starfsemi gagnist þjóðinni í þeim mæli, sem verið gæti og
raunin sýnir að er tilfellið víðast hvar meðal menntaðra þjóða.
Frekara dæmasafni verður hér sleppt og látið lynda við þá stað-
hæfingu að opinber afstaða til þessara mála sé, í stuttu máli sagt,
afar ömurleg, nánast grátleg, og beri ekki vott sérstaklega mikilli
stjórnvisku.
Ef syrtir að í lífi manns, þá er aðeins tvennt sem orðið getur að
gagni. Annars vegar er happ eða slembilukka, eins og t.d. hval-
reki hér áður fyrr. Hins vegar eru viturleg viðbrögð sem miða að
úrbótum eins og t.d. ráð Njáls á Bergþórshvoli við fátæklegri
grassprettu. Það gildir hið sama í lífi þjóðarinnar. Ef að því er sótt
á einhvern hátt, eins og okkur er sagt að nú sé að gerast, eru þess-
ar sömu tvær lausnir fyrir höndum. Þar er önnur úrræði en hin
er óvirk undirlæg biðstaða og það í halla undan fæti. Það lítur út
126
Goðasteinn