Goðasteinn - 01.09.1993, Page 132
I rannsóknum söguslóða sýnist mér að til þess að víkka skilning
okkar á sögunni, sé nú kominn tími til þess að leggja mjög aukna
áherslu á náttúrufarsrannsóknir.
Hvernig leit land á söguslóðum út á Landnáms- og söguöld og
hvað hefur breytt því til núverandi horfs?
Hvernig stuðlar þekking um breytt náttúrufar og landslag að
ítarlegri skilningi okkar á fornsögunni og lífi þjóðarinnar í gegn
um aldirnar?
Við sem eitthvað höfum fengist við rannsókn á landinu sjálfu,
eðli þess og þeim ferlum sem breyta því, vitunt afar vel að það
er líklega óvíða sem land er óbreytt frá Landnámstíð. Sums staðar
er landið lítt breytt en annars staðar gjörbreytt. Sá skilningur sem
við höfum á sögunni þarfnast í sumum tilvikum endurskoðunar
í ljósi þessa. Þegar rýnt er í landslag og staðhætti í lág-Flóanum
og það borið saman við vitnisburð sögunnar þar um, þá rekst
maður fljótt á ntisræmi. Dæmi má taka af Stokkseyri og Eyrar-
bakka og Eyrum hinum fornu, sem nú eru horfnar (Páll Imsland
og Þorleifur Einarsson 1991), landnámsmarkalæknum Skúfslæk,
sem nú er ekki lengur rennandi vatn á sínum gamla stað og fleira
í þeim dúr.
Breytingar á og við ströndina í Skaftafellssýslum hafa örugg-
lega orðið nrjög miklar síðan á Landnámsöld. Vísbendingar þykj-
ast sumir þekkja um að sjór hafi þá náð upp undir harnra sums
staðar á Síðunni, samanber skilning ýmissa manna á heitunum
Fjaðrá og Fjaðrárgljúfur, sem í Landnámu er ýmist Fjaðrá,
Fjaðará eða Fjarðará og hefur jafnvel viðbótina ,,fyrir ofan Ný-
kornna." Sagnir eru til um það að Skarðsfjörður í Hornaftrði hafi
verið starengi með tjörnum fram á síðari aldir (Guðmundur Jóns-
son Hoffell 1946). Vissa er fyrir því að sjór lá við Víkurhamra á
fyrri tíð og að úr Skiphelli var róið, er sjór lá þar að klettum.
(Skýrslur um Kötlugos, 1907—1915). Mikil skóglendi hafa
drukknað í aur í haupum í Markarfljóti fyrir landnám (Hreinn
Haraldsson 1981) og allt bendir til þess að ekki hafi minni svæði
mýra og móa hulist auri eftir landnám. Við vitum af þessunr
breytingum og þurfum ekki að efast um þær. Skarðsfjörður er t.d.
hálffullur af mó neðan sjávarmáls (Jón Jónsson, 1957) og er það
130
Goðasteinn