Goðasteinn - 01.09.1993, Page 140
Á fyrstu árunum eftir að Skógræktin keypti jörðina var landið
girt, ræst fram með fjölmörgum skurðum sem flestir voru hand-
grafnir í þá daga, og byrjað að gróðursetja í skjólbelti. Þá var reist
á staðnum nýtt íbúðarhús fyrir skógarvörðinn sem og komið upp
starfsmannabústað, útihúsum og annarri aðstöðu fyrir gróðrar-
stöðina.
Þegar árið 1944 var gróðursettur allmikill grenilundur í brekk-
unum fyrir ofan stöðina og var hann nefndur Lýðveldislundur.
Grenitré þessi hafa vaxið og dafnað með ágætum, þrátt fyrir
nokkur áföll, og stendur nú þarna þróttmikill skógur sem fagurt
minnismerki um stofnun lýðveldis í iandinu. Árið 1946 lluttust
skógarvarðarhjónin, þau Garðar og Móeiður Helgadóttir, í nýja
íbúðarhúsið á staðnum og hófust handa um ræktun og aðrar fram-
kvæmdir. Meðal helstu verkefna á þessum fyrstu árum þeirra
þarna var sáning og uppeldi trjáplantna og hefur svo haldist jafnan
upp frá því. í byrjun var mikið ræktað af birki, en innfluttar trjá-
tegundir eins og sitkagreni, rauðgreni, stafafura, ösp, lerki og
fleira tóku þó með hverju ári stærra og stærra rúm í ræktuninni.
Komst framleiðslan upp í um 300 þúsund trjáplöntur á ári eða
jafnvel meira, þegar best lét á tímum Garðars. Eitt með því fyrsta
sem gert var í stöðinni á Tumastöðum var að sáð var lúpínufræi
í kassa innan dyra. Fræ þessi hafði Hákon Bjarnason, skógrækt-
arstjóri, flutt með sér heim frá Alaska. Er skemmst frá því að
segja að upp af fræjum þessum spruttu þróttmiklar jurtir sem
fluttar voru að Múlakoti og gróðursettar á aurunum fyrir framan
túnið. Þar hafa þær vaxið með ágætum og breiðst út og frá þessum
reit hefur lúpína síðan dreifst út um Suðurland og raunar miklu
víðar og reynst einstaklega vel sem landgræðslujurt á ógrónu og
örfoka landi.
Garðar sat á Tumastöðum til 1963, er hann fluttist á Selfoss.
Hann gegndi áfram störfum sem skógarvörður á suðurlandi til
1987, er hann lét af embætti. Hafði hann þá starfað hjá Skógrækt
ríkisins í samfleytt 46 ár. Við stöðu skógarvarðar tók þá Böðvar
Guðmundsson, skógfræðingur á selfossi. En eftir að Garðar fór
frá Tumastöðum tók við starfseminni þar Indriði Indriðason,
skógfræðingur, og hefur verið þar forstöðumaður til þessa dags.
138
Godasteinn