Goðasteinn - 01.09.1993, Page 142
Hér á Tumastöðum er um 80 ha land sem hentar allvel til skóg-
ræktar. Jarðvegurinn er mikill og þykkur, en nokkuð blautlendur,
svo að sífellt þarf að vera að þurrka hann með framræslu. Auðséð
er að hér hefur verið mikill skógur á fyrri öldum, því að við
skurðgröft kemur upp mikið magn af trjáleyfum og birkilurkum
úr jarðveginum. En í seinni tíð er það ekki bara landið hérna á
Tumastöðum sem við höfum með að gera, því að fyrir nokkrum
árum keypti Skógrækt ríkisins Stóra Kollabæ, báðar jarðirnar, og
nú nýverið Tungu, en allar þessar fjórar jarðir liggja saman og
mynda þar með geysistórt og samfellt skógræktarsvæði sem duga
mun til langrar framtíðar fyrir okkur. Þá á Skógræktin litla stöð
í Múlakoti frá því áður en byrjað var hérna á Tumastöðum og hef-
ur hún nú verið stækkuð verulega með því að kaupa hlíðina upp
frá gömlu stöðinni. Er þess að vænta að þar verði bráðum áber-
andi sýningarreitur um það sem hægt er að gera í skógrækt á fjöl-
mörgum öðrum stöðum í landinu.
Ég byrjaði að starfa hérna á Tumastöðum um haustið 1954 og
vann upp frá því hjá Garðari Jónssyni um árabil. Þegar hann svo
fluttist út á Selfoss árið 1963 tók ég við rekstrinum hérna að öllu
leyti og hef verið við hann síðan. Stöðin hafði þá lengi verið í
miklum uppgangi, en svo kom áhlaupið mikla snemma í apríl
1963 sem kom ákaflega illa við starfsemina hérna og seinkaði
ræktun okkar um mörg ár. I þessu ógnarhreti fraus bókstaflega
allur smágróður í hel og stærri tré dóu líka unnvörpum eins og á
fjölmörgum öðrum stöðum. Með þessu áfalli féll niður öll trjá-
plöntuframleiðsla þetta ár og raunar þau tvö næstu líka. Einnig
varð áhlaupið til þess að draga kjark úr mörgum við skógræktina
og þurfti fólk nokkurn tíma til að jafna sig eftir þetta. En sem bet-
ur fer þá ieið þetta hjá og menn tóku til við skógrækt á ný.
Þau tré sem við einkum ræktum núna eru sitkagreni, lerki,
birki, ösp, stafafura, ýmsar víðtegundir frá Alaska, viðja og
selja. Hér á fyrri árum vorum við mikið með rauðgreni, en það
tré þykir varla nógu harðgert og hentar ekki eins vel sem jólatré
og menn vildu álíta áður. I staðinn er farið að rækta meira blágreni
og stafafuru til jólatrjáa sem og tjallaþin í litlum mæli. A seinni
árurn ræktum við líka mikið af elri eða öl sem er lauftré og þykir
140
Goðasteinn