Goðasteinn - 01.09.1993, Page 144
getur þó slík framleiðsla komið til greina í framtíðinni. Slík tré
sýnist mér vænlegast að rækta á sérstökum ökrum, þegar komið
hefur verið upp góðu skjóli umhverfis þá. Einnig verður að gæta
þess að klippa og snyrta trén í uppvexti og sjá til þess að þau vaxi
ekki mjög hratt. Eg get vel hugsað mér að við gætum ræktað blá-
greni og fjallaþin í þessum tilgangi, því að samkvæmt reynslu
minni er það alveg ótrúlegt hvað hægt er að rækta með góðum ár-
angri, þegar komið hefur verið upp skjóli fyrir veðrum og vind-
um. Þá breytist loftslagið. hitastigiö hækkarog vaxtarmöguleikar
trjánna verða allir aðrir en áður.
Urn þessar mundir er skógræktaráhugi mikill og vaxandi í land-
inu. Fjöldi einstaklinga gróðursetur tré við hús sín og sumarbú-
staði. Ymis félagasamtök taka land í fóstur sem kallað er og
gróðursetja í vænar spildur hér og þar. Gróðursetningar forseta
Islands í heimsóknum úti um land vekja athygli og verka hvetjandi
á fólk um þessi ræktunarstörf. Þá hefur ræktun bændaskóga sem
byrjað var á austur í Fljótsdal um og upp úr 1970 haft mikil áhrif,
enda hefur það verkefni gengið ágætlega. Nú eru ekki aðeins að
vaxa upp bændaskógar á Austurlandi, heldur líka í Eyjafirði,
Borgarfirði, Arnessýslu og víðar. Ahuginn meðal bænda á þessu
verkefni er það mikill og almennur að veruiega stendur upp á fjár-
veitingavaldið um að svara eftirspurninni. Það má því fyllilega
gera ráð fyrir að margir bændur snúi sér að skógrækt í einhverjum
mæli el'tir því sem samdrátturinn verður meiri í hinum gömlu og
hefðbundnu búgreinum. Skjólbeltaræktun hefur líka breiðst tals-
vert út meðal bænda, en sú starfsemi fer, því miður, minnkandi
síðustu árin, með því að ekki er lengur greiddur jarðræktarstyrk-
ur út á þær framkvæmdir. Þar þyrfti að verða breyting á, því að
skjólbelti eru afar mikilvæg undirstaða fyrir aðra skógrækt sem
og alla aðra ræktun.
Starfsemin hérna á Tumastöðum er orðin mikil og margþætt.
Á liðnum árum hafa umsvifin sífellt verið að aukast og nú er það
spurning hvort hámarkinu er náð eða hvort við getum enn bætt við
okkur. Mannahald fer samt minnkandi á seinni árum, þótt meira
sé gert, og kemur það til af stóraukinni vélvæðingu og ýmsum
tækninýjungum. Mestur hluti frumræktunarinnar fer nú fram í
142
Goðcisteinn