Goðasteinn - 01.09.1993, Page 153
Þegar síðan var ákveðið að halda fyrsta fjórðungsmót sunnlenskra
hestamanna í Rangárvallasýslu sumarið 1955 í umsjá Geysis varð
ekki undan því vikist að leita annars og betri staðar. Til þeirrar
leitar voru kosnir tveir félagsmenn, þeir Björn Loftsson og
Sigurður Haraldsson, báðir búsettir á Hellu um þær mundir.
Þeir félagar fóru víða, ræddu við fólk, leituðu álits og skoðuðu
marga staði. Viðmælendum þeirra mörgum varð tíðlitið til svo-
nefnds Langaness, sem liggur með Eystri-Rangá austanverðri
neðan þjóðvegar og meðfram nesinu endilöngu há og jöfn brekka,
sem þótti bjóða fram gott áhorfendasvæði.
Langanes er í landi Stórólfshvols og reyndist annmörkum háð
að fá það leigt til lengri tíma auk þess sem ekki varð séð hvernig
beitar og geymsluaðstaða yrði fengin þar í grend. Lokaákvörðun
varð önnur sem kunnugt er.
Ákveðið var að helga félaginu framtíðarstað á flötum við Ytri-
Rangá neðan þjóðvegar, í landi Gaddstaða, svo nefndum Gadd-
staðaflötum; var gerður leigusamningur til langs tíma við eiganda
landsins, sem þá var Kaupfélagið Þór á Hellu.
Seinna keypti Geysir landið og er nú eigandi þess. Enda þótt
flatirnar þættu bjóða uppá margt gott sem samkomustaður þurfti
strax í upphafi að lagfæra hlaupabrautir og sýningarsvæði.
Það hefur síðan verið stærsta verkefni félagsins að byggja upp
á Gaddstaðaflötum, bæði hús og keppnisaðstöðu.
Fyrir um tuttugu árum, var gert stórt átak við að færa til jarðveg
og gera landið sem hallaminnst, en það hallaði allnokkuð til suð-
vesturs þannig að hlaupabrautir voru ólöglegar. Jafnframt var
gerð 1200 m löng hringbraut, sem var mikið mannvirki. Á árinu
1980 var byggt stórt og myndarlegt félagsheimili við hringvöllinn
bæði sem veitinga- og vinnuaðstaða.
Á síðustu fimm eða sex árum hefur hver stóratburðurinn rekið
annan. Geysir gekk til samstarfs við önnur hestamannafélög á
Suðurlandi, sem eru sjö auk Geysis. I þeim tilgangi að gera Gadd-
staðaflatir að sameiginlegum aðalmótastað Sunnlendinga. Stofn-
að var félag um starfsemina Rangárbakkar hf.
Fyrir landsmótið 1986 voru byggð tvö stórhýsi, annað sem
Goðasteinn
151