Goðasteinn - 01.09.1993, Page 154
stóðhestahús en hitt fyrir hreinlætisaðstöðu vegna mótsgesta. Á
árinu 1990 var áhorfendasvæðinu umbylt, en það hafði verið
höfuðókostur flatanna hversu óhaganlegt áhorfendasvæðið var.
Eftir þær umbætur, sem nú hafa verið gerðar þar á, má með réttu
segja að Gaddstaðaflatir séu eitt allra besta mótasvæði landsins,
sem hestamenn ráða yfir. Sandflæmið suðaustan tlatanna var
grætt upp fyrir landsmótið 1986 og er nú að mestu allt grasi vafið.
Gróðurinn hefur gjörbreytt umhverfinu og aðkomu að svæðinu,
auk þess að leysa úr beitarþörf fyrir sýninga- og ferðahross.
Allar hafa þessar framkvæmdir kostað fyrna mikla fjármuni,
enda þótt sjálfboðaliðsstörf hestamanna hafi einnig verið mikil.
Vinsældir staðarins og mikil aðsókn að mótum þar hefur hjálpað
mönnum að mæta þungri fjárhagsstöðu.
Ein er sú framkvæmd sem undirrituðum er kærari en aðrar, nú
að loknum 40 ára vaxtar og þróunartíma flatanna, en það er
gæðingavöllurinn undir suðaustur-brekkunni. Hann varð til eftir
mikil heilabrot og vangaveltur um gæðingakeppnina, þessa frjáls-
legu, Islensku keppni íslenskra hestamanna, sem nú í seinni tíð
á í vök að verjast fyrir útlendum áhrifum.
Islenska gæðingakeppnin er byggð upp af íslenskum reiðhefð-
um, sem aftur hafa skapast af fjölhæfni og hreyfingamýkt íslenska
hestsins samfara sterkri, sjálfstæðri skapgerð. Um þessa keppni
eða ,,leik“ þarf að búa með nokkuð öðrum hætti en gert er við
leiki með öðrum hestakynjum.
Islenski hesturinn er barn hins óhefta frelsis í uppvexti. ,,Barn
náttúrunnar“. Vilji hans, fjör og stæling nýtur sín best í opnu um-
hverfi. Gæðingavöllurinn undir flatabrekkunni hefur á ótvíræðan
hátt sannað ágæti sitt.
Fyrst eftir stofnun félagsins hugðust Geysismenn gera hrossa-
rækt að einum þætti í félagsstarfinu, um það var þó ekki einhugur.
Félagið setti upp girðingu og hafði þar stóðhest til afnota fyrir
félagsmenn eitt sumar, en síðan var sú starfsemi aflögð og girð-
ingin seld. Hestamennska og reiðmennska hefur alltaf verið
þungamiðja í starfi félagsins og svo mun væntanlega verða um
nálæga framtíð.
152
Goðasteinn