Goðasteinn - 01.09.1993, Page 160
Það var lengi siður þegar leið á sumarið að afla nýmetis með
þeim hætti að fara til álftadráps inn á fjallavötnin þegar álftir voru
í sárum, það er, þegar þær fella flugfjaðrirnar síðari hluta sumars.
I þessum ferðum reyndi oft á þrek og þolgæði ásamt áræði og
vakandi athygli sem veiðihugurinn bar þó stundum ofurliði.
Að þessum formála loknum, langar mig, lesendur góðir að
biðja ykkur að fylgja mér hátt á aðra öld aftur í tímann um svið
atburða og lífsbaráttu, sem fólk þess tíma varð að heyja.
Arið 1797 fæddist að Skarði, einni af hjáleigum Eyvindarmúla
í Fljósthlíð sveinbarn, sem hlaut í skírninni nafnið Benidkikt.
Foreldrar hans voru hjónin Erlingur Guðmundsson og Anna
María Jónsdóttir systir sr. Páls skálda. Benidikt ólst upp með
foreldrum sínum og varð snemma bráðgjör, en þótti heldur ófyr-
irleitinn í æsku. Ungur fór hann að setja saman vísur og þóttu þær
margar allvel ortar, til þess bendir eftirfarandi vísa, sem hann orti
um Guðmund afa sinn í Fljótsdal, sem vildi vanda um við dreng-
inn og leggja honum holl ráð, en vísan er þannig.
Illa þykir afa mínum
að ég hlíði ráðum sínum
vondur þykir vani á mér.
En þó að hann ræðu þylji slíka
þykir mér margt að honum líka,
margur illt á öðrum sér.
Ekki varð dvöl þeirra hjóna Erlings og Önnu Maríu löng í
Skarði, enda þröngt setinn bekkurinn á Eyvindarmúla torfunni
þar sem þá voru í byggð þar átta býli með alls sextíu manns og
má það furðulegt heita að fólk skyldi bjargast við slíkar aðstæður.
Arið 1801 eru þau hjónin, foreldrar Benidikts komin að Hlíðar-
endakoti í þríbýli svo ekki hefur verið rúmt um jarðnæðið. Árið
1816 er þetta fólk komið að Fljótsdal og er þar í vinnumennsku
hjá Guðmundi Nikulássyni föður Erlings, Benidikt er þá 19 ára.
Rúlega tvítugur giftist hann konu þeirri er Sigríður Eyjólfsdóttir
hét, sem fædd var á Núpi í Fljótshlíð árið 1794, með henni átti
hann eina dóttur sem Ragnhildur hét og kemur hún hér síðar við
sögu.
Benidikt var orðlagður ferðamaður og átti oft ágæta hesta, haft
158
Goðasteinn