Goðasteinn - 01.09.1993, Page 164
á kviktrjám inn á vatnið þar sem slysið varð4 var sá flutningur
miklum erfiðleikum háður um svo langan veg og torsóttan, mun
leið þessi nær fimmtíu kílómetrum. Þegar inn að Alftavatni kom
var leit þegar hafin og fannst líkið undir klapparbrún í vatninu að
tilvísan draumsins. Sagt var að Ragnhildur hafi einnig varið höfð
með í þessari ferð. Þess var og getið að hani hafi verið hafður með
í förinni, því það var trú manna að hann galaði þar sem lík væri
undir í vatni. Sögn er til um það að á heimleið hafi þau hreppt
mjög vont veður og neyðst til að setjast að um nótt í skúta einum
sem varð svo iítill að þau urðu að hafa líkið undir höfði sér, en
létu Ragnhildi sofa á milli sín. Má segja að þetta hafi verið ömur-
legt náttból. Benidikt var svo jarðsettur að Eyvindarmúla og
dreymdi Þórunni hann ekki eftir það.
Víst er að Ragnhildur hefur verið óvenju hraust og tápmikil
stúlka, margur hefði borið þess nokkrar menjar, sem hún var svo
ung að reyna, en hún lét ekki bugast heldur harðnaði við hverja
raun og koma það sér vel síðar í lífí hennar að hún var gædd miklu
andlegu þreki. Hún dvaldist hjá stjúpu sinni í Fljótsdal þar til hún,
tvítug að aldri gekk að eiga Odd Eyjólfsson frá Torfastöðum, síð-
ar bónda og hreppstjóra á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þau Oddur og
Ragnhildur áttu saman sextán börn, en aðeins fimm þeirra lifðu
til fullorðins ára. Má nærri geta að mikið andlegt þrek hefur þess-
ari konu verið gefið að bugast ekki í slíkum raunum. Ragnhildur
andaðist að Sámsstöðum 1867 á fertugasta og sjöunda aldursári.
Eftir slysið á Alftavatni stóð Þórunn í Fljótsdal ein uppi með
drengina sína tvo, Sigurð fjögurra ára og Erling tveggja ára og var
því úr vöndu að ráða. Þorsteinn í Vatnsdal, hálfbróðir hennar vildi
nú sem fyrr veita henni lið og réð henni að ganga að eiga aldraðan
ekkjumann, sem Eyjólfur hét og vildi kvongast henni, hún tók
þessari málaleitan fálega og hugðist ekki láta bróður sinn ráða
giftingu sinni öðru sinni og hafnaði að lokum þeim ráðahag.
Að ári liðnu frá drukknun Benidikts gekk Þórunn að eiga ungan
mann. Það var Gísli Jónsson frá Hlíð í Skaftártungu og var hann
bróðir Eiríks í Hlíð, sem hugur Þórunnar stóð mest til í æsku. Þau
Gísli og Þórunn bjuggu fimm ár í Fljótsdal, en fluttu svo þaðan
árið 1844 að Höfðabrekku í Mýrdal, þaðan að Ytri-Ásum og svo
162
Goðasteinn